gálgafrestur eittmilljónogsautján
Ég hugsa að allir sem eitthvað hafa verið í návist minni hafi ekki farið varhluta af þeirri tilhneigingu minni að vera með dramatískar yfirlýsingar. Gallinn við yfirlýsingar er að það er ekki beint hægt að taka þær til baka og þar með þarf maður að standa og falla með þeim. Í tilfelli þessara BArna yfirlýsinga er samt búið að gefa mér yfirlýsingar og dauðafresti trekk í trekk og endalokin jafnvel um garð gengin á föstudaginn þar sem ég bara skálaði í rommi fyrir klúðri.
En hvað haldiði ekki. Fyrirburinn í hitakassanum braggaðist aðeins og illgjarna hjúkkan sem vildi heimta aðra meðgöngu gaf mér gálgafrest á kostnað prófdómara og mér tilkynnt að ef barnið lærir að sitja fyrir helgi þá skal það klætt og innbundið í flýti og skal sanna á eigin spýtur að það kunni að dansa.
Svo svitaperlurnar þurfa að standa við stóru orðin og enn og einu sinni kreista út auka 13% með því að rymja með átakinu. Hvernig kennir maður ómálga BArni að ganga og dansa breikdans? En stjörnurnar segja að Kímnigáfa er besta meðalið og að Kómísk kaldhæðni verður ráðandi í kvöld.
2 Comments:
Þessi mynd er yyyndisleg ;)
Já mörg prik fyrir viðleytni allavega, það er allt sett í þetta. Það er samt fáir sem komast með tærnar þar sem þú meistarinn hefur hælana í að koma öllu andlitinu á einn punkt.
Skrifa ummæli
<< Home