Hosted by Putfile.com





hver man ekki eftir slim shady....

Góðir hlutir. Mér er vel við fólk sem ekki er búið að taka niður jólaskrautið. Sumar búðir í miðbænum eiga það eftir, við erum enn með músastigana og litla jólatréð frá þóru á ganginum, stóra tréð er enn skreytt og upplýst uppi í grafarvogi þó það sé aðeins farið að hengja haus samt.

Píndi mig til að standa upp og fara með móður minni í öskjuhlíðargöngutúrinn í gær. Ég með kaldann rass í göngutúr í snjó og tungsljósi á sleipum göngustígum með einum kalli og sjö konum um fertugt. Furðulega hressandi ef satt skal segja.

Keypti "in perfect harmony" te til að vinna á móti geðvonsku og andlegu niðurrifi sökum glataðrar hugmyndasmíði minnar.

litlu strákarnir sem löbbuðu fyrir aftan mig og sögðu kúlistabrandara og síðan braust einn út í söng, ...and who´s the slim shady, im the slim shady... og svo framvegis. Sérlega hressandi átta ára guttar.

Við smáröðun í eldhússkápnum fann ég heilan pakka af uppáhalds sesamhunangskexinu mínu. Jess.

Afgreiðslumaðurinn í krambúðinni glotti því ég kom aftur hálftíma seinna eftir að ég hafði keypt sígarettur og keypti hluti einsog pakkasúpu og dietkók og brokkolí. Ósamstætt og gervimegrun. Ég lifi í blekkingu, en það er alltílagi.

Milli þess fór ég á afsláttardaga í heilsuhúsinu, nema ég ruglaðist og fór í yggdrasil að versla en þar var einmitt ekki útsala. Eftir öll matarinnkaupin var ég svöng og fór þessvegna að borða í fyrrverandivinnunni.

Ég verð meira utan við mig með hverjum deginum.

1 Comments:

Blogger Ásta & allir said...

Verð hreinlega að bæta við senunni þar sem við gerður festum Yarisinn fyrir utan eiríksgötuna. Ég með glimmertrefil að myndast við að ýta en virkaði bara eeeeekkki. Mér til bjargar komu þrír ca. fimmtán ára ofurtöffarar með sígó hangandi í munnvikinu einsog í lélegri bók eftir arnald indriðason. Vorkenndu glimmergellunni og ýttu okkur af stað af mikilli ungkarlmennsku. Rumdi í mútunum við afrekið.

1:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com