Hosted by Putfile.com





laumupésar?

Tveir dagar í lífinu símalaus. Verra gæti það verið svosem. En ég er búin að ákveða að þjást kannski af félagsfælni á janúar og hitta sem minnst af fólki. Kannski einkennilegt plan en ég sé fyrir mér að ef ég fer að elska að vera bara heima símalaus og lokað msn og lokaða hurð og heyrnatól þá gerist allt saman í þessu.

Nema ef frá eru talin laumudeitin mín, þau hljóta að halda áfram. Mér til skemmtunar var ein samleigjandan mín með það hundrað prósent á hreinu að ég hlyti að vera í laumudeitum með leyndum ástmanni. Athyglisvert þar sem ég hef sjaldan á ævinni verið eins mikið heima og undanfarnar vikur. Óbeinar spurningar sem ég svaraði víst óljóst eða óvænt var ætlað að fletta ofan af þessum manni/mönnum. Þegar ég hló mig máttlausa við ásakanirnar þá var það greinilegt merki um vandræðagang og yfirhylmingu. Öllum til mikilla vonbrigða var grunurinn ekki á neinum rökum reistur. Nema ég sé bara að plata núna, hver veit. Og hafi líka allan tímann ætlað mér að flytja til indlands með ástmanninum og ættleiða börn og buru, án þess að kveðja kóng né prest hvað þá hugsa um leigusamninga, útskriftir eða annað pjatt.

Ég lofa að senda þá póstkort.

ps. Nýja stjörnuspái moggans fer stórann. Ekki nóg með það heldur sagði hún að nú væri ljónið að nota vinstra heilahvelið í yfirvinnu. Því fer fjarri að ég viti það mikið um heilann eða starfsemi hans en þó sé ég þetta; vinstri hliðin stjórnar til dæmis rökhugsun, notkun á orðum og tungumáli, skipulagi og greinandi hugsun. Allt kemur víst að góðum notum ef þú þarft til að skrifa. En góðu ráðin eru að hætta ofgreina og muna eftir ímyndunaraflinu. Auk þess vill hún meina að það sé óþarfi að brenna sig oft á sama eldinum sem líka er óvitlaust.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Laumudeit eru hressandi og fátt sem slær þeim við, nema ef ske kynni draumadeit.

12:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com