náttúrukjánalæti
Það er nú ekkert nema eðlilegt að það sé lenska hjá landanum að vita ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Ef maður mótast af umhverfi og svona þá er það einstaklega ringlandi að það rigni og snjói stanslaust til skiptis ef ekki bæði í einu bara. Frost eða þýða, slabb eða hagl eða grenjandi rigning. Þetta er útíhött. Ákveddu þig svo náttúrukjáni. Já ég ætla ekki að vera svona alltaf. Maður hlýtur að geta líka valið eitt og haldið sig við það meira en tvo daga í röð? Tökum okkur ekki náttúruna til fyrirmyndar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home