svamlandi samsung samloka
Ég finn sífellt nýjar leiðir í að týna hlutum eða tapa. Mér til töluverðs svekkelsis er ég símalaus á nýju ári, sem lætur mér líða einsog ég sé sambandslaus við umheiminn á einkennilegan hátt þótt enn sé til net og msn þótt það sé ekki sms og gsm né heimasími. Fólk er mjög mismunandi fyndið. Til dæmis finnst mér færsla 344 alveg ótrúlega fyndið. Aftur á móti hef ég engann húmor fyrir því að einhverjum á Kaffibarnum finnist fyndið að setja símann minn ofan í heilann bjór. Örvæntingarfull veiddi ég samlokusímann litla upp úr bjórsvamlinu og reyndi við heimkomu að plokka hann í sundur og þurrka með ýmsum ráðum. Það virkaði ekki baun svo nú er hann látinn með bjórilmi og dropum innan á skjánum.
Það er síðasti dagurinn fyrir ONið sem byrjar sko 2.janúar. Í dag telst ekki með einsog allir vita. Pabbi eldaði sjö kílóa kalkún með ofurfyllingu og tilbehör í gærkvöldi og þar sem við erum bara sex í fjölskyldunni þá var nóóóóóg afgangur. Ég tuðaði einsog kerling þegar hann ætlaði að prófa að búa til amerískt thanksgiving sætkartöflumauk með kanil og púðursykri en komst að því að það er rosalega gott. Namm.
En áramótin komu og fóru án neinna sérstakra átaka. Eigilega óvenjulega róleg bara. Afslöppun og át toppað með bombubrjálæði í hálfgerðu logni þannig að það myndaðist svo mikil þoka að mér fannst varla neitt sjást yfir reykjavík einsog venjulega frá hólnum sem mamma og pabbi búa á. Allt þetta fólk rúmaðist furðu vel í stofulausu íbúðinni fram til hálffjögur og enginn nágranni kvartaði. Gaman að hitta alla. Takk allir fyrir skemmtilegt kvöld.
Á þessu ári getiði náð í mig í gegnum email.
4 Comments:
Have a good one.
Helvítis kaffibarinn og allir hans djöflar! Það er bara þjófa- og glæpapakk sem stundar þennan stað. Í gínandi kjaft kaffibarsins hafa bæði kápa litlu systu, handgerða gríman mín og síminn þinn ratað nýverið. Ætla að hætta að stunda þennan stað. Hnuss
Loksins kemur eitthvað af viti upp úr þér í sambandi við Kaffibarinn Gerður mín. Ég vil minna á að mínum síma var stolið þar í sumar eftir atvikið með the puffin guy. Kaffibarinn er ekki málið!
Ásta, ég saknaði þín í dag. Ekkert eftirmiðdegissamtal við Ástu. Þetta er nottla ekki hægt.
Nei þetta er næstum vandræðalegt, nær enginn í mig... fólk heldur áfram að hringja í mig og senda mér sms og jafnvel móðgast yfir að ég svari ekki. (ég veit að ég á það til að svara ekki í símann, en nú er enginn sími!!)
Flestum er löngu ljóst að kaffibarinn stundar misgóður lýður, og þar týnast undarlegustu hlutir, vitið meðtalið. En ég veit ekki til þess að ég hafi hingað til lært af misstökum mínum og því skyldi það hafa verið öðruvísi í þetta skipti.
Skrifa ummæli
<< Home