brautskráð og brottfarandi
Hrikalega gaman hjá mér allt frá fordrykk í eiturgrænu og blóðrauðu og allskonar veitingum og fullt af fólki og partý og afmæli hjá halli í miðbænum og almennu rúlli enda er viskí og bjór í einu kröftugt svona á lokasprettinum. Ég gerði mér grein fyrir að að vissu leiti er ég ótrúlega græn (ekki bara í litavali heldur reynslu) og þakka fyrir það. Óþægilegt að heimurinn fletti sig lögum og maður fatti að annar hver maður er ekki bara valtur af bjór á djamminu og á það jafnt við um þá sem eru nákomnir manni. Líst ekkert á þetta. Undirheimar reykjavíkur eru mun ofarlegra en sumir halda.
Í fyrramálið fer ég í langþráða köbenferð. Opinbert hlutverk ferðarinnar að sækja um skóla. Óopinbert og mun mikilvægara er heimsókn til bjarkar og sigrúnar og skemmtun, skoðun og vangaveltur. Ætla splæsa í fína myndavél í fríhöfninni fyrir útskriftargjöfina frá stórfjölskyldunni svo ég ætti að geta skrásett veröldina myndrænt líka. Þessi er ógurlega lekker.
Ég veit að ég náði enga að hitta almennilega áður en ég fór og sveik alveg tíu manns um hittinga eða annað quality time og biðst afsökunar á því en tíminn bara flaug frá mér og ég rétt næ að pakka núna með há
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home