Hosted by Putfile.com





horfin, fru stella, horfin

Undarlegt. Það týndust hvorki meira né minna en tvær færslur á blogginu um helgina. Bara einn daginn gufuðu þær upp og ég hef ekki hugmynd um hvert eða afhverju. En það er svo sem algengt í lífinu öllu, hvort sem er tímann, karlmenn og peninga.

Rigning í logni er besta samsetning sem veðurguðirnir hafa fundið upp, helst með góðu dashi af þoku. Þá er nauðsyn að labba berhöfðaður og finna rigninguna bylja mjúklega á andlitinu og útréttar hendur til að það rigni í lófana og hugsa að kannski hefði maður átt að vera fiskur fyrst manni er svona vel við vatn. Þar er líka hljótt í logni svo göngutúrar eru róandi. Slær reyndar ekki út rigningarhljóð á tjaldi, en það eru sjaldgæfari augnablik. Lekur af manni vinnustreytan í pollum. Staðreyndin að skórnir leka gefur bara auka sjarma og maður stígur viljandi í pollana og glottir yfir að það skvampar við hvert skref.

Hvað á svo að gera við þann tíma, karlmenn eða peninga sem maður skyldi hafa? Köben eftir sex daga, en fyrst vinna, partý, árshátíð, umsóknarmöppur, skjalareddingar og hittingar. Allt mun smella með glæsibrag og engar lausnir fundnar á framhaldinu fyrr en þegar ég verð stödd í því miðju. Maður veit hvernig það fer þegar maður er þar.

Hvaða bækur á ég að lesa næst?

2 Comments:

Blogger hallurth said...

inferno eftir strindberg og svo bara go nuts!

2:09 f.h.  
Blogger hallurth said...

til lukke med dagen. nu skal du behove ligesom en voksen.

5:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com