Hosted by Putfile.com





i´m a natural blue

Fiskabúr eru dáleiðandi. Allir stóru gluggarnir á vinnunni minni sem snúa allir út að laugarveginum eru samskonar. Maður getur alveg gleymt sér við að horfa á allskonar fólk streyma upp og niður í mismunandi erindum. Sérstaklega er það fyndið þegar fer að halla undir miðnætti og fólk verður sífellt undarlegra.

Í kvöld standa án efa uppúr maðurinn sem labbaði um með stórt hringborð undir hendinni og ekki síður hinn drengurinn í minnkapelsinum og með íslenska fánann sem skykkju og túborg í hendi. Hinn síðarnefndi var óheppinn því eftir að óður maður sparkaði í gluggann á sjoppunni og mölbraut rúðuna í æðinu, var löggubíll mættur til að vakta að æstur lýður leggði ekki leið sína þar inn til að næla í bland og sígarettur, en löggunum leiddist og hlupu æstar út og handtóku þann skykkjuklædda. Við gáfum löggunum kaffibolla útí bíl og vorkenndum þeim að þriðji hver maður sá ástæðu til að bögga þá. Ekki vildi ég vera löggimann.

Það er líka kómískt að servera glamúrliði kosmópólítan og sex on the beach eða dýr rauðvín og horfa á hina skakklappast á eyrnarsneplunum um göturnar í góðum gír. Þetta er nefnilega einkennilega ósýnilegur staður nefnilega og fáir sem horfa þar inn, nema þeir sem vita að ég er að vinna hérna og keyra frammhjá og vínka. Svo er þetta líka kjörið fyrir njósnir og hef ég séð glimps af ýmsum á röltinu sem ég þekki....

Ég verð að muna að þó ég sé þreytt þá er hættulegt að þamba kaffi einsog það sé enginn morgundagur því þá lendir maður í því að vera eiturhress klukkan fjögur og aðrir fjórtán tímar færast skrefi nær með hverri mínútunni. Reyndar er lúxus á morgun og fæ tveggja klukkutíma afslátt af vaktinni.

1 Comments:

Blogger Regnhlif said...

Þeir hafa sjálfsagt handtekið manninn fyrir að vanvirða íslenska fánann.

8:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com