Hosted by Putfile.com





komplex nr. fimmtán

Ljónið fær góða tilfinningu fyrir landslaginu í vinnunni. Það sér vel hvað gera þarf. Kannski eru aðstæður ekki eins og það bjóst við, en stórkostlegt ævintýri er í vændum.

Hananú. Stjörnurnar boða stórkostleg ævintýri bara. Sjáum hvað setur.

Helvítis hnúturinn í maganum gerir vart við sig. Svaf einsog ungabarn í marga marga klukkutíma um miðjan dag áhyggjulaus og allslaus eftir að ég afhenti innpakkað barn í morgun og þóttist heimt úr helju. Ringluð með tesopa, ein á kafi í drasli uppgötvaði ég, að ég á ekki bót fyrir boruna á mér og á ekki vera neinstaðar né gera neitt. Yndislegt.

Af hverju fór ég þá í manískt uppvask, ryksugaði og gróf upp herbergið sem hafði verið týnt svo vikum skipti undir sautján mismunandi útkrotuðum uppköstum og öllum fataskápnum mínum? Og þar sem ég get ekki tekið til nema syngja hástöfum hóf ég upp raust mína og fældi köttinn sem er fúll eftir að ég fjarlægði dýnuhlaðann af gólfinu sem hún leit á sem sitt einkabæli. Nema bara hvað, syngjandi eitthvað sem poppaði upp í hausinn gerði ég mér skyndilega grein fyrir að ég var að syngja lag með alanis morisette sem ég hef ekki einu sinni heyrt síðan nítíuogsjö eða eitthvað. Textabrotið sem ég söng og mundi var eftirfarandi;

Sometimes...is never quite enough, how many time do I have to tell you, to carry on. Dont forget to win first place, dont forget to keep that smile, on your face. Be a good girl, you´ve got to try a little harder. That simply wasnt good enought to make us cry. How many times do I have to tell you, to hurry up, How long before you screw it up. Eða eitthvað og skálda örugglega í eyðurnar. Enda tæp tíu ár síðan alanis var efst á lista hjá mér. Undirmeðvitundin er samt óhemju gáfuð. Og raular þessvegna óvart uppúrsér böggi á meðvitundina yfir að ég verði að vera best og vitneskjan að ég hafi bara gert viðunandi og ekki meir sé skelfilegri en að ég hafi ekki gert neitt. Geðveikin leynist víða.

Svo til að róa geðveikina, þá er ég búin að segja henni að ritgerðin mín er án efa sú langsamlega besta sem hefur nokkurntímann verið skrifuð á Íslandi í listfræði. (Og verði það þar til í vor þegar fyrsti hópurinn sem ekki tók jumpstart á ítalíu getur útskrifast) Skál fyrir því.

Verandi sú eina, er hún reyndar líka sú versta, en hinn póllinn er miklu betri.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hihi..eg hef lika lent i thessu thegar undirmedvitundin er med undarlega passandi lag a heilanum Eg get ekki bedid eftir ad fa thig til dk! JEY

2:37 e.h.  
Blogger sigrun said...

Onei.. mig dreymdi hræðilegan draum.. mín undirmeðvitund er greinilega með á nótunum en skilar ekki þvi sem að eigandinn vill.. dreymdi sem sagt að við værum á kaffihusi og svo bregð ég mér frá og þegar ég kem til baka segir þú mer að þu hafir uhumm.. fallið á ritgerðinni, kennarinn hafi verið að hringja.. en reyndar hefur mig oft dreymt að ég falli á óteknum profum sem reynist svo ekki satt.. þannig ég tek svo sem ekki mikið mark á þessu draumi.. en ekki var hann gleðilegur

6:12 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Vá mér líst ekkert á það að þig dreymi líka að ég falli, vona svo sannarlega að þú sért ekki að taka upp á því núna að vera berdreymin!!! Shæse, get ekki hugsað hugsunina til enda.

11:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com