Hosted by Putfile.com





pulsu?

Málgleði og ómálgleði eru merkileg fyrirbæri. Fólk er allavegana og hefur ólíka þörf til að blaðra endalaust. Kokkurinn á minni vakt er eitthvað rétt rúmlega á aldur við mig og maður fárra orða. Ef útí það er farið líka maður fárra brosa en samt sérlega kurteis og vill manni ágætlega af því er ég best kemst. Fyrstu vikuna sagði hann ekki orð við mig meira utan nauðsynlegra já/nei og biðja um appelsínið sem hann greinilega drekkur ávallt í vaktarlok af mikilli reglufestu. Eðlilega brá mér við í dag þegar drengurinn skyndilega opnar munninn og vellur út úr honum spjallið um allt mögulegt og grunar mig jafnvel að ég sé komin í góðu bækurnar þegar stráksi kom sérstaklega til mín og bauð mér nammi úr einkabirgðunum sínum en þó í stífum tón og án þess að líta á mig. Ég fæ á tilfinninguna að honum finnist tímasóun að vera sífellt að geifla sig í bros við heiminum. Ég brosi einmitt í tíma og ótíma og jafnvel get orðið aum í kinnunum, en það er líka hluti af starfslýsingunni minni. Nú er það víst svo að einhverjum gæti dottið í hug að ég sé málglöð, að minnsta kosti hef ég heyrt því fleygt. En þær eru reyndar tvær ásturnar og oft er líka til þögla ástan sem talar ekki nema hún þurfi, kannski sem andsvar við blaðri, eða til uppsöfnunar á orðum.

Fyrir utan gluggann góða er bekkur við götuna. Í kvöld sat þar ungur maður í góðan klukkutíma aðgerðarlaus. Ég velti því mikið fyrir mér hvað hann væri að gera. Kannski þurfti hann að hugsa svona mikið og vildi vera einn, en hvað var hann þá að hugsa? Helst vildi ég hallast að því að þetta væri aðdáandi minn sem biði eftir að vinnan væri búin, en í ljósi þess að hann leit aldrei til hægri né vinstri og gafst upp löööngu áður en lokaði gaf ég það alveg frá mér. Einhver er skortur á þessum aðdáendum virðist vera, nema kannski norski karlinn sem ég talaði dönsku við og færði heila rauðvínsflösku, hann var ógurlega ánægður með mig. Ég er ennþá að melta það hvort tilboðið frá öðrum um hvort mig langaði ekki í pulsu megi flokkast sem húmor fyrir skrítnum stefnumótum eða argasta dónaskap. Komst aldrei að því hvort átti við.

4 Comments:

Blogger Regnhlif said...

Heldurðu kannski að hann hafi bara verið að tala um "pulsuna" sína?

9:28 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

tja maður spyr sig nefnilega, þó ég hafi húmorinn grunaðann þá er fólk allavegana. Nema ég sé dónapésinn að detta það í hug. En þá ert þú samskonar pési hihi.

2:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég átti einu sinni vinkonu sem hét Ásta. Við hittumst oft í viku og töluðum saman í síma nánast daglega. Hefurðu einhverja hugmynd um hvað varð um þessa konu?

Ég hugsaði nú ekki pylsu kommentið svona fyrr en eftir að ég las þessa færslu. En þið eruð nú báðar alræmdir dónapésar, það vita allir ;)

12:10 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Jeremíast já, ég spyr þess sama stundum. Fyrst hvarf hún undir oki BArneigna og varla var hún sloppin þaðan að vinnan heltók hana (þar sem hún má ekki tala í síma...)Gröfum hana upp, en köllum hana frekar stelpu en konu, það er fullalvarlegt.

Aftur á móti er dónapésaviðurnefnið alveg viðeigandi.

1:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com