få det beste ud af det
Sumir skilja alls ekki að bókabúðir séu heill heimur af spennu. Mér finnst stundum næstum því skemmtilegra að fletta, finna og kaupa heldur en að lesa sem er algjörlega absúrd, en ég afsaka þetta fyrir mér sem research. Allt rannsóknir fyrir framtíðar skrif ef ekki bara opna fyrir nýjar hugmyndir.
Sigrún gladdi líf mitt mikið um daginn þegar hún kynnti mig fyrir mr.Spike, hjartfólginn harður diskur sem inniheldur álíka magn af nýrri tónlist og FONA sjálf. Aumingja tölvugreyið mitt svitnaði hreinlega við fyllinguna og ég er fjarri því einu sinni að komast í gegnum allt sem ég fékk. Bjartir nýjir tónlistardagar í vændum.
Langar rútuferðir og göngutúrar á stöðum sem maður þekkir ekki, í einveru með nýja tónlist í eyrunum láta mann upplifa einhverskonar boblu og fiðring í maganum. Einsog maður sé skotin í sjálfum sér eða upplifuninni að vera þarna. Það gerist ekki alltaf en svo allt í einu kemur sólargeisli og blindar mann, eða það byrjar að koma haglél þar sem maður stendur á ljósum en samt er ekki kalt og maður fær gæsahúð yfir að því. Eða gatan er vinaleg, eða maður fattar alltíeinu af sjálfsdáðum hvar maður er (óvæntir rat-hæfileikar) Stundum horfir einhver á mann einsog hann þekki mann, en kannski fékk hann bara ofbirtu í augun af grænu kápunni á gráum degi. (Fólk virðist almennt klæðast ógurlega dökkum vetrarfötum) Getur alveg gerst á grettisgötunni eða á leið í skólann heima, en ég held það sé sjaldgæfara að maður nenni að taka eftir umhverfinu eða sjálfum sér í því.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort maður geti deilt svona mómentum með öðrum af fullri alvöru. Kannski væri það mælikvarði á hvort einhver sé kominn djúpt undir múrana ef maður getur deilt þessum einverustundunum sínum með þeim. Það er svo ólíkt hvernig fólk nær saman, sumir geta notað orð til þess en stundum segir líkamstjáning milli fólks svo miklu meira.
Kjánalega virknin er síðan að ætla að skýra slík tengsl með orðum. Einsog með því að orðgera það sé það eitthvað raunverulegra en án þeirra. En það virðist allavega sannast allt í kring um mig að fólk smelli saman einsog flís við rass og sitji síðan bara þar án nokkurra vandkvæða. Réttar aðstæður og réttur tími og réttar manneskjur virðast enn finna hvort annað. In theory allavega. Hinir eru kannski fleiri sem veit hvað því kannski finnst en ramba ekki á þetta augnablik af tengslum við fólk hverju sem um er að kenna. Allavega á dagskrá að nota lífið í reykjavík á nýjan hátt. Ég frábið mér stress af frama og frægð og fjárhag og enn frekar stressi yfir að ég sé ekki allt sem ég gæti verið ef allt væri öðruvísi. Á sama plaggi skrifa ég undir að opna múra og aftengja varnir fyrir hugsanlegum framtíðarskaða. Skaðinn gerist hvort eð er ef hann gerist og mun verra að skaðast við að undirbúa það líka. Þemalag vikunnar; "Den her sang handler om at få det bedste ud af det" af plötunni Samme stof som stof með under byen.
Sumir dagar hverfast um undarlega hluti af engri sérstakri ástæðu. Bæti við laginu "Mere af det samme og meget mere af det hele". Carlsberg special fagnaði írönskum áramótum í gærkvöldi. Í kvöld eru sumarsólstöður ef ég man rétt. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að fagna. Ég mætti ekki í flugið mitt í dag er líka eitthvað til að fagna.
4 Comments:
Ætlarðu aldrei að koma heim eða?
jú jú allavega inn á milli útlanda ;) Kem víst næsta þriðjudag, undirbúiði köttinn fyrir að yfirgefa rúmið mitt.
Það er engin köttur hér, bara einn lesbískur lífsförunautur og einn Júlíus ;)
Rúmið þitt?? Ertu að meina kattarbælið inni í kattardyngjunni?? Átt þú eitthvað herbergi hérna á Eiríksgötunni ókunnuga kona :P
Skrifa ummæli
<< Home