Hosted by Putfile.com





göteborg núllsex

Ég er með meinloku á tannbursta. Þegar kemur að því að pakka þá er tékklistinn greinilega gallaður því ég get ekki munað að taka tannburstann með mér þegar ég fer eitthvað. Þannig er fyrsta hlutverkið mitt ávallt að finna slíkan á nýjum stað, svo núna á ég einn í reykjavík, einn í köben og einn í gautaborg. Einn grænan með gúmí á haldinu og tungusköfu (þegar þeir segja að þú fjarlægir fimm sinnum meira með sköfunni, meina þeir þá fimm sinnum meira en ef þú gerir ekki neitt?) einn appelsínugulan og hvítan með últrasveigjanlegum haus og einn rauðan og bláan með gúmíhárum inná milli. Skemmtilega mikið til af tannburstum.

Hur mår det? Ég er líka jafnléleg í sænsku og mig minnti, get svo sem babblað eitthvað en hvernig segja þeir eiginlega þetta n og ng hljóð uppí koki sem minnir einstaklega mikið á barnahjal og er ástæðan fyrir að maður gæti ekki tekið reiðan smámæltan svía nokkurntíman alvarlega. Túristafóbían mín veldur þessar þörf til að tala dönsku/sænsk/íslenskubland, en svo uppgötvaði ég lúxusinn í því að tala bara ensku og fólki finnst maður mikið meira spennandi sem "útlendingur" en sem bjagmæltur gestur. Eða stundum. Tollafgreiðslumaðurinn tók mig í þriðju gráðuyfirheyrslu í malmö, þar sem ég skildi varla þá giskaði ég bara svo ég myndi ekki vita þó ég hefði óvart smyglað helling. Þó sagði mér einn dúddi að löglega mætti taka um hundrað lítra af bjór svo ég held mér hafi verið óhætt.

Alltaf ánægjulegt að eiga smá catching up með góðum vinum, enda nær þrjú ár síðan við ása komum hingað í skandinavíutúrnum og hann búinn að koma sér ótrúlega vel fyrir. Vinnan með notuðu húsgögnin, fötin og búsáhöld ásamt ást hans á hönnun hefur farið vel saman og stíliseringin í toppi í bland við Ikea og gleymum ekki uppþvottavélinni. Ekki verra að hann hafi dottið niður á alla mögulega "fræga" hluti sem eru virði svona hundraðfalt það sem hann keypti það á. Enda sá sem valdi grænu kápuna mína og flutti með sér heim því hún væri svo mikið ég.

Tramið og miðbærinn, rölt og út að borða, upprifjun og hlátur, rauðvín og eldamennska. Masamam karrí og kjúklingur. Hönnunarbúðir með snilldarlega smáhluti. Sykursjokk og kaffi. Eini karlmaðurinn sem nennir endilega að tölta með mér í skóbúðir og hvaðeina þó ætlunin sé alls ekki að kaupa neitt heldur strjúka þeim (shit þarf að spara fyrir bjór út næstu viku af framlengingunni, kem heim 28.mars)Spretthalup í síðasta vagn niður í bæi, Jazzsalsadansmaraþon í rosalegu reykelsisskýi með ella og patric (bannað að reykja auðvitað, engin keðjureykjandi drottning hér) reykhornastemmingin er athyglisverð too say the least. Panda sterkt skot á barnum en ekki tequila og skeggjaði maðurinn með tattúin færði okkur ferskusnafs. FERSKJUSNAFS??!! Ég lít greinilega ekki nógu hörkulega út. Lokar snemma, fólk hér á ekkert að þvælast á djamminu eftir fjögur. Næturkebab með heilum jalapenostönglum og aukachilisósu og meiri kebabsósu, namm. Hvíslandi menn á hverju horni....taxi....taxi.... Ekki næturverð í tramið því það var komin morguntraffík. Sunnudagsleti og bið eftir gestunum sem greinilega elska mig því þeir vilja eeendilega koma við og elda handa mér. Þrír karlmenn og ég.

Ef einhver skildi hafa misst af þeim stórfréttum þá vann Carola hina rosalegu sænsku forkeppni í eurovision í gærkvöldi og mun því slást við silvíu nótt í maí. Hún er reyndar frelsuð og elskar að láta hárið blásast aftur (strunsaði um sviðið en blástursvélagaurarnir hlupu hraðar og blésu á hana frá öllum hliðum.) Geysivinsæl samt hérna er mér sagt þó ég kannast ekkert við hana er hún víst þekkt úr þessum bransa.

Fíla gautaborg. Fíla ella. Helgin bráðum búin. Næst kem ég þegar það er ekki snjór yfir öllu, þó ég elski peysur og trefla þá er frostinu stundum ofaukið. ps. Tilkynningarskylda hinna símalausu- Björk og sigrún, ég tek rútuna um sjö á morgun svo ég verð sennilega komin til ykkar uppúr tólf. Framlengdi ferðina í gær svo þið sitjið uppi með mig hehe. Allir heima -ég elska ykkur líka þó ég hafi fallið í freistingar að framlengja bobbluna mína. Ekki gleyma mér þótt það líði önnur vika án mín. Kötturinn verður allavega ánægður með einkaherbergið sitt aðeins lengur þótt pétur húsdraugur sé orðinn pirraður á ástuleysinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com