Sumir þjást af alvarlegum vanda í aðferðarfræðinni þegar kemur að viðreynslum. Það verður einhver að leiðrétta þann útbreidda misskilning hjá strákum að það sé allt í lagi að reyna við allar vinkonurnar sem eru saman, í einu. Það virkar ekki einsog lottó þar sem fjöldinn gefur meiri likur á vinning. Einhver verður líka að benda á að það hjálpar ekkert að rífast um hver hafi upphaflega haft réttinn á að tala við einhvern, þegar sá sem átti að tala við hefur ekki minnsta áhuga á málsaðilum. Þó held ég að sagan um þann sem tók vinalegu nálgunina á þetta og klappaði stúlkunni á magann og spurði hvað hún hefði nú drukkið marga bjóra í kvöld toppi vondskuna. Neeeeeeeiii. Algjörlega bannað.
Aukavikan er búin að vera slatta krefjandi, einskonar óverlód á ánægjunni og augnablikanýtingunni. Mörg sein kvöld tekin í röð við mismunandi tilefni. Hugsa að við höfum allar gott af að taka tíma í að hugsa vel um lifrina á komandi vikum. Erfitt að lýsa stemmingunni á stöppuðu salonen en ég tek hattinn ofan fyrir sigurgeiri og aroni sem voru alveg frábærlega skemmtilegir dansandi plötusnúðar í gær. Þjappa af ítölum,íslendingum og dönum sem hreyfist næstum samtaka. Góður matur og gott fólk og lífrænn bjór og ítalskur eigandi. Verst að það lokar of snemma þar. Íslendinganýlendan hérna er eiginlega margfalt stærri en mig grunaði, sem er í eina áttina skemmtilegt en hina gæti manni orðið nóg um. Þegar maður er lentur í verkfræðingapartýi undir morgun pilegaarden og íslenska er 98% tungumálið á staðnum þá er eitthvað undarlegt. Það er heldur ekkert öðruvísi hér að allir þekkja alla einhvernveginn.
Þrumuveður á dagskrá á morgun ef ég er heppin. Langar í eldingar. Líka viðeigandi að veðrið taki þátt í að kveðja mig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home