lent
En ég lenti heil á húfi í vingårdsstræde með alla fylgihluti, væga þynnku sökum árshátíðar kvöldið fyrir flugið og svefnleysis og nýja myndavél í farteskinu. Svo sem eins og að koma heim enda vel tekið á móti manni. Síðasta færsla endaði full snögglega, en átti að lýsa hálsbólgunni sem var byrjuð að gera vart við sig og ég keypti lager af fyrirbyggjandi dóti rétt einsog köben ætti ekki apótek, tja eða ég væri ekki að fara að búa með tveimur bráðgáfuðum læknanemum sem eflaust geta greint hvaða bakteríu eða vírus sem á mig herjaði. En ég er hraust og spræk með fjallagrasamixtúru og sólhattsfreyðitöflur inn á milli hinna ýmsu ónauðsynlegu hluta sem ég pakkaði.
Reglusemi mín kemur á óvart. Við fengum okkur bita og bjór á einu uppáhaldskaffihúsinu þeirra/okkar (fór þangað sennilega fimm sinnum síðast þegar ég var hérna í sex daga) nema hvað eigandinn mundi eftir mér og talaði þar af leiðandi ítölsku við mig. Fyrir einmitt ári áttu þeir eins árs afmæli og ég var í himnaríki með íslenskum góðvinum, í danmörku þar sem eigendur og sumir gestirnir voru líka ítalskir og ég nýtti tækifærið augljóslega óspart. Hann bauð mig velkomna og minnti á að næsta laugardag eiga þeir tveggja ára afmæli og við skyldugar að mæta. Skrítið hvernig hittist stundum á, en þeim fannst kjörið að ég tæki upp á því að mæta alltaf í afmælið. Sem gæti svo sem verið auðvelt ef ég flyt hingað....
Ok. Námspíurnar farnar að sinna sínu og ég rokin að heilsa upp á strikið í dagsbirtu og ljósmyndasýninguna og annað yndislega tilgangslaust rölt. Fíl frí tú enví mí.
1 Comments:
Öfund, öfund, ÖÖÖÖFUND! Mín bíður ekkert Strik heldur bara doðrantar, ritgerðir, ræður og próf. Viltu skipta? ;)
Skrifa ummæli
<< Home