Hosted by Putfile.com





Loðið vorið

Flotagerð á salonen. Ég vakti gríðarlega lukku við þá iðju mína að búa óvart til báta úr öllu pappírssnifsi sem fyrir varð. Mér til undrunar þá virtust ekki allir kunna að búa til báta og þótti sumum einsog ég væri á borð við japanska pappírsbrotasnillinga. Eitt kvöldið var smá kennslustund og ákveðið að búa til flota. Bátar úr bjórmiðum (nóg af þeim) kvittunum (enn meira af þeim) bíómiðum og fleira tilfallandi. Björk tók að sér að kóreógrafa flotann og raða þeim gríðarlega fagurfræðilega upp sem vakti spurningar um hvort þetta væri sérlega gott út frá hernaðarlegu sjónarmiði. Sigrún bjó hins vegar til gogga sem voru hinir illu, vopnaðir illum úlfi og lamadýri með tundurdufl og vernduðu píramídana sem flotinn ætlaði að komast að með leynivopnið í silfurkúlunni sem bæklaði báturinn hans halls innihélt.

Já maður lætur sér ekki leiðast.

Þar að auki var þarna kál í vatni. Ég varð að taka mynd af því vegna stríðni ásu í marga mánuði þegar ég drakk myntute sem var soðið vatn með sjóðandi vatni sem henni fanst fáránleg hugmynd. Hér höfum við hins vegar ferskt rucola kál í köldu vatni með klaka. Hugsa sér næringargildið. Fer líka vel með viskí.

Ég hefði ekki trúað því að þó við gebba færum næstum klukkutíma of snemma af stað í strætóferð uppí versló að taka moggaprófið með hinum hundrað og eitthvað, þá myndi strætó bara ekki mæta á svæðið og við enda með að svitna í leigubíl alla leið. Hefði átt að gera meira grín að stressinu í henni sem var fullviss um að eitthvað færi úrskeiðis. Ég leyndi á mér og blés ekki úr nös við að lesa sænskar, norskar og danskar fréttir um fuglaflensuna og skrifa uppúr því þó ég hefði ekki tekið með mér eina einustu orðabók en giskaði bara. Ætlaði að taka þetta létt og jafnvel fara í póstmóderníska orðræðu ef ég lenti í vandræðum enda langar mig ekkert að skrifa fréttir uppúr dómsmálum eða skýrslum.

Ég skal segja ykkur það að eini hluturinn sem minnir á vorið á íslandi er að ofurloðni, stóri hvíti kötturinn er í óðaönn við að verða minna loðinn. Hún er ekki eins sæt þegar maður stríkur henni og fær hnoðra í lófann, né þegar maður rífur hana upp til að kreista hana og verður einsog loðbolti sjálfur. Ætla hlífa ykkur við að lýsa því þegar ég ryksugaði herbergið mitt eftir mánaðardvöl kattarins þar inni.

Stærðfræði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið þó ég hafi alltaf fundið útúr því sem ég þarf. Hins vegar finnst mér einsog ég kunni ekki að telja þegar ég gekk inn í versló og rifjaði upp að næstkomandi haust væru víst NÍU ár síðan ég byrjaði árið sem ég tók þar. Hvarflaði að mér orðið ellismellur að hlamma sér inn í EJS stofu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com