Hosted by Putfile.com





mærkeligt

Undarlegar uppákomur dynja á okkur hérna á víngarðsstræti. Ef það er ekki heill poki af vínflöskum sem ákveður að rifna í efstu tröppunum og tólf glerflöskur skoppa og mölbrotna og skapa skerandi hávaða niður fjórar hæðir svoallir eldri borgararnir koma út á tröppur og óa herregud, hvad forgår der? Frú Ólsen var alveg hissa á þessuen þakkaði fyrir að við vorum ekki með hvítlauksolíu í flöskunum...? Það var gríðarlega hressandi að sópa allar hæðiraf glermjöli. Svo ekki sé minnst á senuna þegar aumingja björk hrundi niður einn stigagang á leið út á nörreport að ssækja mig í lestina og var öll marin.

Okkur fannst því alveg yfirgengilegt á laugardaginn þegar við liggjum allar uppí sófaalgjörlega búnar með orkulevelið eftir laaaanga útiveru kvöldið áður og björk furðar sig á skrítnu hljóði í smá stunden við sigrún orkuðum ekki meira en að segja aha. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það flæddi vatn úr loftinuyfir rúmið og bókahilluna hennar sigrúnar. Gulleitt vatn gutlaði og boblaði út um rifu og engin skiljanleg ástæða önnur enað einhver hefði drukknað í baði á efri hæðinni. Sem betur fer var það ekki málið heldur víst samansafnað vatn af þakinu sem engin skilur hvernig gat komist þarna inn og sprengt sér leið í gegnum loftið. Óheppin að beint fyrir neðanlágu læknisfræðibækur, einhverjar sem kosta umþaðbil fjörtíuþúsund stykkið og safnast hafði massapollur alveg meter fram á gólf.

Húsið hefur sjarma og eigið líf, einsog gólfinsem ekki er séns að finna út hvar brakar í eða hvenær heldur er frekar einsog það eigi í samræðum við mann og brakarauðvitað hæst á nóttunni eða ef maður þykst læðast. Svo er yndislegt á nóttunni þegar það keyra stórir bílar framhjá og gólfið titrar eða bylgjast næstum einsog að rugga mann í svefn. Á klósettinu heyrir maður líka stundummjög vel í einhverjum nágranna að snýta sér eða spjalla, sem getur verið ógurlega kómískt þegar maður situr í einkaerindum og svo eru allt í einu einhverjir karlar að spjalla og hljómar einsog þeir gætu næstum setið við hliðina á manni. Já þettaer íbúð með persónuleika og henni er vel við okkur. Hef ekki kynnst neinum húsdraug, en mér er sagt að pétur heima á eiríksgötunni hafi tvíeflst við fjarveru mína og gangi bersersgang. Greyið hann saknar mín örugglega og vill bara kúra inni hjá mér.

En á föstudaginn fórum við á opnun á listasýningu í ráðhúsinu, eingöngu fyrir aðstandendur og boðsgesti en viðhöfum sambönd þar sem móðir bjarkar er sossa málari og var einmitt með verk þarna og sjarmeraði dyravörðinn með því að hún væri með tvær dætur sínar og gæti ekki valið á milli. Ef hann hefði bent á að við værum ekki mjög líkar ætlaði húnbara að segja að við værum báðar nákvæmlega eins og feður okkar sem væru sitthvor maðurinn. Fullt af hvítvíni og hinar frægu ráðhúspönnukökur semeru sem sagt fylltar með einskonar vanillurjoma og með apríkósusultu og möndlum ofaná. Fékk reyndar tips um frábæravinnu hérna úti sem ég þarf að skoða líka... Sýningin er flott og samstarf milli grænlendinga, færeyinga og íslendinga. Okkur ræður frá borgarstjóra reykjavíkur og danskra menningarráðherra. Mér til undrunar rakst ég bæði á einn af "nýju" vinum okkarfrá pilegården og arnar gamlan góðvin sem einmitt var að koma úr heimsókn frá ella í svíþjóð þangað sem ég er að faranæstu helgi og gamlan fjölskylduvin frá danmörku, mín helsta minning um hann er mynd af honum með mig litla og ljóshærða á háhest(já ég var ljóshærð sem barn, undarlegt skref hjá náttúrunni, kannski til að ég liti út einsog öll hin dönsku börnin) Heimurinn er minni en allt.

Kvöldið var tekið með trompi í framhaldi af sýningunni með afmæli á oresundskolleginu og bæjarrölti sem var ákaflegaviðburðarríkt og langvarandi. Þó orkan hafi verið í lágmarki tókst mér að villast sama og ekkert á laugardagskvöldið á leið "alla leiðina" útá amager í matarboð til brynhildar. Einn íslendingur hérna gerði grín að mér að fjarlægðir væru afstæðar þegar maður væri vanur heimahögunum, en ég held að fjarlægðir séu frekar afstæðar þegar maður er vanur að vera eina mínútuút á nytorv og eina mínútu út á amagertorv og strikið heiman frá sér. Þá er amager sveit.

Ég verð bara að minnast á sunnudagsmarkaðinn sem við sigrún töltum á, þar sem heil gata af antík/notuðum vörum búðumsettu allt út á götu og skapaðist góð stemming af skrítnum hlutum. Mættum meðal annars eigendum salonen í húsgagnaleit. Ég fann húsbúnaðí alla íbúðina sem ég á ekki, allt mögulegt fallegt bæði skærlitt og skræpótt. Keypti ný rúmföt í safnið mitt af gamaldags sængurverum með seventiesmunstriblómum en lét veraað kaupa stærri hluti enda 600grömmin sem ég hafði til umráða fyrir yfirvigt við komuna lööööööngu fyllt. Atli er duglegur að splæsa. Alger snilld þó frostið hafi ætlað að éta af manni fingurnarþrátt fyrir plastbolla af heitu kakói, logn og sterka sólargeisla sem blinduðu. Soerne út að norrebro var gegnfrosið og fólk að skokka, hjóla og rölta útum allt. Best voru þó ungir drengir að breika, með kaffibolla og stóla út á miðri frostauðninni. Vorið lætur bíða eftir sér hérna það er nokkuð ljóst.

Matarlega séð þá er ég búin að læra að borða Dim Sum. Reyndar var þjónninn ekki hrifinn af prjónahæfileikum mínumog færði mér gaffal sem má taka sem ofsalega mógðun, en þar reyniði bara að búta niður hrísgrjónadeigspönnuköku í chilliskál og þá takiði bara gaffalinn og látið ekki tækniatriði trufla matarlistina. Hinsvegar var ítalski maturinn kunnuglegri, þó ég hafi neitað mér um að monnta mig og panta á ítölsku þó allir þjónarnir hafi verið þesslenskir. Undarlegt nokkþá efldist nefnilega ítölskukunnáttan við bjór svo ég var farin að þýða úr ítölsku yfir á dönsku. Men det går ellers godt nok.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com