snúin
Öllu heldur, hvort er bilaðara, að þiggja slíka skógjöf af ókunnugum íslending af dönsku djammi sem fékk að slást með í listasafnsför, eða að þiggja ekki skó sem þér er boðið? Skóboðið tengdist hins vegar ekki neinu daðri né fetishum að því er virðist heldur einfaldlega staðreynd að skórnir áttu engan eiganda og enda í ruslinu. Hvert öðru fyndnara og einkennilegra, en hinn besti félagskapur enda leiðigjarnt að tölta um í einveru og yfirleitt gaman að hitta nýtt fólk.
Fékk að heyra það að við hefðum verið mjög snúnar í karlmannaátfittunum, sem túlkast þannig að þessum nýju íslensku félögum fannst að við hverja tilraun manna til að brydda uppá spjalli hefðum við snúið uppá okkur í marga hringi. Það var ekki fyrr en við höfðum rekist á þá nokkrum sinnum að upp kom að báðir hópar voru ættaðir af fróni og hresstust eitthvað við það. Enda höfðum við alveg nóg með okkar eigin hóp af köllum. Þemað var tekið með fúlustu alvöru, póker spilaður allt kvöldið heima og sötrað bjór og viskí og reyktir vindlar. Glæsilegar sílíkonmeyjar skreyttu veggi íbúðarinnar og allt prjál og blómarugl var falið. Engin tók samt þemað eins langt og jósefine sænsk vinkona sem bæði teipaði niður á sér brjóstin og var með typpi auk þess að vera skeggjuð. Vídjóið sem ég náði af henni og sigrúnu í machódansi er óborganlegt. Að sjálfsögðu var spilað uppá peninga og allir fengu alterego. Mér var gefið nafnið Chip, alltaf að bíða eftir stóra breikinu og þegar vel gekk var ég kallaður THE chip. Hinsvegar var ég enn betri í að tapa stórt og veðja á ranga aðila og þurfti því að fá mikið af lánum frá okurlánaranum. Segir sig sjálft að ég sé óheppin í spilum því ég er svo ógeðslega heppin í ástum. Eða þannig. Björk var mafíósi en kallaður bub, því roberto er of fansí fyrir svona harðan nagla. Josef með teipuðu brjóstin var skåpsbosse og reyndi ýtrekað við Sam the dealer aka. Sigrúnu sem stjórnaði öllu klabbinu og gaf lánin. Anna var hinsvegar alltof sæt og fékk þessvegna bara að vera litli sæti florentino. Síðan má ekki gleyma Mr. G sem var bestur í blöffinu. Djöfull skemmtum við okkur vel í ruglinu.
Fékk þó einhverskonar uppreisn æru frá þessum frónbúa sem sagði að það hefði undist nokkuð hratt ofanaf mér og þessi undarlegi hálfblindi listasafnshittingur með skótilboðum og kaffi alveg ósnúin dagur. Í dag er staatens museum málið og vandringar á eigin spýtur um sextándu aldar barrokk og málverkum rembrant.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home