Hosted by Putfile.com





andaðu mér

Breathe me.

Help, I have done it again

i have been here many times before

hurt, myself again today

and the worst part is there´s no one else to blame

Já hún Sia fyrrverandi söngkona í zero7 hefur fengið þann heiður að vera ein af dellunum mínum síðustu vikur frá því ég kóperaði diskinn hjá björk um daginn. Leitaði þó dyrum og dyngjum að henni í plötubúðum í köbenferðinni í fyrra þegar ég heyrði diskinn fyrst en án árangurs.Einsog ég er með stappaða tölvu af nýrri tónlist þá virkar það stundum þannig að hugurinn tekur ástfóstri við eitt lag, eða eina plötu í smá tíma og fær bara ekki nóg af því. Heppilega skiptist reglulega út samt. Þetta lag skemmtir mér samt mikið í melankólíustemmingu sinni enda gæti ég hafa samið það sjálf í um það bið þrjú hundruð þúsund skipti á ævinni. Eða að minnsta kosti gæti átt við mig í svo mörg skipti. Hvað um það, það getur aldrei neitt verra en maður lætur það vera. Viðhorfaklisjan virkar nefnilega.

Athyglisvert með tónlist og minnið hvernig það límist saman. Ekki síst þegar maður tekur svona dellur, sem leiðir til þess að stundum skellir maður einhverju gömlu á fóninn (eða þannig) og það er einsog fyrir galdra kveikt á gömlum tilfinningum eða skapi eða stað eða stemmingu. (Ég veit þetta eru engin ný fræði, það er bara alltaffyndið að lenda í þessu) Hins vegar er verra þegar góð tónlist er eyðilögð með tengingum við eitthvað slæmt. Er einmitt að vinna í að fyrirgefa Cat Power fyrir pirring sem er alls ekki henni að kenna. Það hlýtur að verahægt að slíta svona tengsl með þvi að búa til ný.

Hvað er annars að liðunum í líkamanum að stirðna svona fljótt? Smá tími af kyrrsetu og maður á bara í mestu vandræðum meðað leggja hausinn að hnjánum og faðma tærnar. Nasista balance kennarar fá mann til troða sér í hinar skemmtilegust stellingar sem einu sinni voru pís of keik en svo láta mjaðmaliðir bara ei að stjórn og neita að beygjast meira. Afleiðing af því að þykjst geta allt einsog áður eru harðsperrur á einkennilegum stöðum. En það er skemmtilega kaldhæðið að ég er góð í jafnvægisæfingum. Hugsanlega er ég betri í að einbeita mér og vera í jafnvægi en ég hélt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com