ég sagði deit ekki diet
Önnur góð hugmynd frá miðnætursnarli okkar gerðar síðan í gærkvöldi er að taka upp nýja kúr. Svokallaðan deit kúr. Ekki diet kúr nei, heldur deit kúr. Í slíkum kúr máttu bara borða það sem þér er boðið uppá (á deiti helst auðvitað) Það segir sig sjálft að slíkt hlýtur að vera win-win situation. Annaðhvort keppistu við einsog þú eigir lífið að leysa við að deita og hugsanlega við þá iðju fundið sálufélaga eða annað þvíumlíkt, en ef ekki og þú finnur engin deit þá hlýturðu að grennast ógurlega.
Svo fólk fari ekki að örvænta um heilsu okkar sem hvorug hefur staðið sig sérlega vel í að verða okkur útum menn til slíks brúks, þá telst líka með matur sem þú færð gefins a) í vinnunni b) í foreldrahúsum. Sömuleiðis er tíð fyrir fermingarveislur, ég þóttist bara himin höndum hafa tekið þegar mér var boðið í eina slíka á sunnudag og fékk margra rétta mat auk fjölskyldustemmingar. Svo er náttúrulega möguleiki að fara að crasha slíkar veislur sem haldnar eru í hverjum sal borgarinnar í kringum páska.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort mikið af fólki ætlar út að fá sér steik á föstudaginn langa og páskadag. Fyrir alla litlu túristana þá er opið alla dagana sem er bara alltílagi mín vegna, slepp við súkkulaðiflökurleika og fæ í staðinn tvo daga á verði eins þegar það er 90% álag. Atli frændi er nefnilega alveg að beila á mér. Enda samband okkar ósanngjarnt, hann gefur og gefur og gefur en ég gaf bara ekki baun í bala til baka. Hann verður víst að sýna smá hörku við svona misnotkun. En ég bæti honum þetta samt alltaf upp á endanum.
Annar endalaus dagur í vændum og svefngalsinn að ganga af mér dauðri. Í bælið með þig.
2 Comments:
mig langar á veitingastað sem spilar svona tónlist...
Deit-kúrinn er besta uppfinning síðari ára held ég bara. Meina.. rökfræðin segir okkur að við fáum engin deit fyrr en eftir smá svelt þannig þá enda leikar sennilega þannig að við verðum bæði ógeðslega mjóar OG ógeðslega mikið í sambandi. Loksins kominn almennilegur hvati til að stunda deitmenninguna heheheh
Skrifa ummæli
<< Home