háskalegir páskar
Þeir eru víst temmilega liðnir núna samt miðað við lókal tímatal. Hurfu í kraðaki af svöngum útlendingum og kökuæstum íslendingum. Fyrsti klukkutíminn var dauður í morgun og fussuðum við yfir tómum degi. Okkur hefndist sannarlega fyrir það og næstu tólf tímana var ekki tími til að anda enda fámennt á vaktinni, það er að segja vorum tvær auk lánaðs þjónanema yfir hárushið.
Merkilegasta við þennan páskadag hlýtur að teljast rússneski mafíósinn sem fyrst dásamaði yndisfegurð mína og okkar (þvoglumæltur og geðslegur) en hótaði mér síðan ofsóknum útsendara mafíunnar þegar ég ei vildi þýðast hann og gerðist síðan svo kræf að biðja hann og íslenskan rónafélaga í bláum jogging með gulum röndum um að borga bjórana sína. "you my friend, no? you know who am i? Im the russian mafia, all ok, ok? you beautifullest eyes, yes, my friend? what you want, you no mess with me ok, og horfði glansandi tómum augum á mig sem reyndi að gera honum ljóst að ég myndi afturkalla lögregluna sem ég var búin a hringja í, ef hann bara myndi borga þessa smáupphæð sem hann skuldaði. Íslendingurinn í röndóttu buxunum tosaði sífellt í ermina á honum og barði í borðið af ótta við lögguna. NEI ENGA HELVÍTIS LÖGGU eftir að hafa öskrað og hreytt versta ósóma í samstarfsstúlku mína sem ei er af íslensku bergi brotin en talar þó mun skiljanlegri íslensku en hann.
Sennilega myndi það teljast áhugavert smáatriði að þetta var klukkan hálf tvö í hádeginu og fjarri djammsenunni. Heppilega var einn eigandinn á staðnum sem er stærri en ég og virkar betur í ógnunum. Þarf að drífa mig í einhverjar bardagaíþróttir svo ég geti tekið svona dúdda og snúið þá í gólfið án þess a blása úr nös. Tala nú ekki um þegar ég er komin með rússneska mafíu á hælana. Stúlka verður að hugsa um sig.
Já ísland í dag. Hins vegar leið dagurinn óneitanlega hratt þegar maður hleypur hratt um, auk þess að túristar eru svo sérlega kurteisir og almennt ánægðir að maður getur ekki annað en brosað til þeirra þó maður fái hvorki að pissa né borða sjálfur.
PS. plís ef einhver tók upp seinni þættina tvo af the triangle láta mig vita. Ógjó spennandi. Afgangar af páskalambi vel þegnir sömuleiðis, jafnvel biti af páskaeggi. Get haldið mína eigin páska næstu helgi.
pps. Ætli ég væri bara sautján í eþíópíu? Gæti þurrkað út nokkur ár og byrjað unglingsárin uppá nýtt. Fullorðin hvað.
4 Comments:
heyrðu, nei! þessi þríhyrningur reyndist fátt annað en vonbrigðin. fyrsti þátturinn spennandi og sniðugur, næsti leystist upp í svolitla vitleysu og lokaþátturinn? hreint bull!!!
Fullorðin smullorðin. Ég er svo seinþroska að ég er í mesta lagi 19 núna. Má alveg vera óábyrg og kjáni.
plísplísPLÍÍÍÍS ekki nota þetta orð ÓGJÓ!!!! þetter so LJÓÓÓÓTTT!!!
hahahahaha. Já það er dáldið ljótt. En vekur svo skemmtileg viðbrögð að ég hef ekki getað látið það vera. Hlíf segir að maður megi samt alltaf segja ógó sem sagt án j-sins.
Allir segja einsog skáldið að triangle hafi verið vonbrigði svo ég þarf ekki að svekkja mig á því. Mamma hinsvegar gaf mér páskaegg OG partýskinku í kvöldmat. Postpáskastemming heima.
Skrifa ummæli
<< Home