Hosted by Putfile.com





hvar er þessi bjössaróló?

Einhverstaðar í handakrikanum á snæfellsnesi ekki mjög langt frá vegamótum er lítill miniútgáfa af skógi í boði einhvers skógræktarfélags. Wolfswagenbílaleigufólkið ákvað að halda hádegispikknikkpásu í bílnum fyrir utan skóginn vegna sérstaklega óhenntugs pikknikkveðurfars. Það er að segja snjóbylurinn fyrir utan sem hafði aukist í sífellu og gaf ekki mikla möguleika til að sitja úti að smyrja brauð. Hópurinn lét þó ekki veðrið hamla för og tók hressandi göngu í litla skóginum sem hafði einn göngustíg sem gekk í hring. Við styttum okkur óvart leið í gegnum smá ógöngur en fagurgrænan mosa, skærgræn jólatré og trékurl undir snjólaginu. Birtist þá ekki fagursmíðaður bekkur í litlu rjóðri. Hliðina á bekknum var stálkeðja sem boltuð var í risastórt grjót sem þar stóð. Spánverjinn taldi að það mætti sem sagt ekki taka bekkinn með sér. Ég tölti nær og tók þar upp tréplötu með ágreiptri stálhlið með löngu ljóði á. Það var sem sagt ljóðið sem var fest með grófri stálkeðju við stein einhverstaðar í miðjunni á engu. Það er hugsað fyrir menningunni hjá íslenskum umhverfisskipuleggjendum.

Það er að vissu leiti áhugavert að eini dagurinn sem ég var í fríi og boðið með í road trip þá skyldi hellast á með brjáluðum byl, skilti sýndu meira segja 26 metra á sekúndu á heiðinni þarna svo við vorum ekkert að halda áfram þar sem útsýnisferðir án skyggnis eru ansi hálfar. Daginn áður og daginn eftir er síðan bara sól og blíða. Kannski er bara blíða í reykjavík. Spænski maðurinn var hins vegar himinlifandi yfir ísjökunum sem við sáum á einhverri á og við meira segja stoppuðm og fórum að pota í þá. Undarlegt nokk þá var lítill dauður fiskur í miðri fjörunni um það bil tíu til fimmtán metra frá vatnsborðinu en hliðina á nokkuð stórum jaka. Skemmtilegar vangaveltur spunnustu um hvernig hann hafi komist þangað greyið. Sömuleiðis gladdi pulsan sem vinur okkar fékk í troðinni hyrnu. (mér skilst á auði að hann elski pylsur næstum óeðlilega mikið og hafi smakkað þær á öllum helstu sjoppustöðum landsins auk þess að hafa fengið tækifæri til að elda svoleiðis sjálfur heima. (Í hyrnunni földu sig allir, ekki einn einasti bíll sást á götum borgarnesbæjar en í hyrnunni var allt að gerast) Lýsum eftir Bjóssaróló. Fylgdum öllum skiltum en bjössaróló fannst hvergi.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er frábær færsla Ásta og lýsir þessum degi sérstaklega vel. Ég vil samt koma því á framfæri að ég hef komið á bjössaróló þannig að ég veit að hann er til.

Við spænski maðurinn vorum einmitt að koma úr 10/11 þar sem hann keypti sér remúlaði, steiktan og SS pylsusinnep til að taka með sér heim. Harðfiskur og brennivín hvað :)

9:49 e.h.  
Blogger hallurth said...

jámm, ég hef líka komið á bjössaróló. hann olli mér samt vonbrigðum.
og veistu meir: ég hef pissað í þetta kjarr þarna á snæfellsnesinu. það þykir mér líka nokkuð mikið afrek.

12:41 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

hahaha. Ég veit ekki hvort mér finnst fyndnara að hallur hafi pissað í ljóðarjóðrið eða að spænski maðurinn taki með sér hráefni í eina með öllu í heimför.

En bjössaróló skal ég sjá áður en ég dey.

1:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta mín,
þúrt yndi... veistu þa?!? er alltaf að sjá það betur og betur hversu yndislegt fólk ég hef í kringum mig, fólk sem stendur við hlið manns sama hvað á dynur, fólk sem skilur... löv jú honní :* takk fyrir að vera þú!

3:26 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

takk elskan mín fyrir fögur orð, ég get að minnsta kosti verið ég þó það sé margt sem ég get ekki svo ég skal vera það áfram.

Gott að skilja og vera skilinn. Takk svo mikið sömuleiðis. (ekki misskilja, það er gott að skilja fólk ekki skilja við fólk)

3:02 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ó, jú sillí... ;)

9:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com