innilokaðar tær og yfirþyrmandi frelsi
Undarlegt. Vegna kuldahrolls lagðist ég til svefns í gær í nokkuð þykkum sokkum. Ekki í fyrsta skipti sem tærnar eru að frjósa. Hins vegar vaknaði ég í andköfum um miðja nóttum sökum innilokunarkenndar á tánum.
Reif mig úr sokkunum í snarhasti og þurfti alveg móment til að jafna mig.
Flytja út núna eða seinna eða bæði eða hvorugt? Bæði í einu eða eitt í einu eða hvar á ég að byrja. Þetta einfalda mál virðist vinda uppá sig í vandamálum. Valkvíðafólki af verstu gerð sem þó hafa ánægju af möguleikum er mikill óleikur gerður með alhliða vali og engum kvöðum. Ég má sem sagt gera eiginlega allt sem ég vil með þennan styrk innan marka evrópusambandsins nema vinna fyrir íslensk fyrirtæki og sendiráð. Hvert ó hvað ó hvenær ó hvernig.
Loving it.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home