innisumar
Ég vissi ekki mikið um hann og held ég hafi ætlað að snúa útur og sagði æi veistu mig langar bara mest til indónesíu að læra köfun eða eitthvað. Í staðinn fyrir að segja aha o en spennó, skrifaði hann niður fyrir mig nafnið á eyjunni þar sem hann hafði búið í strákofa í níu mánuði og kennt köfun. Þetta hljómar eflaust einsog klisja, en það getur ekki verið annað en yndislegt að búa á strönd og dunda sér við að svamla um í bláu tæru hafi með fiskum. Eflaust hægt að gera eitthvað að gagni líka.
Það er aldrei góð hugmynd að fá sér í hægri tánna og jafnvel líka þá vinstri svona seint, sem þýðir að það endist lengi, svefninn er stuttur og vinnan sem er að hefjast ekki tilhlökkunarefni. Hvað um það.
Lenti í óþægilegri uppákomu í gær en það þarf einhver að dreifa þeim boðskap betur að maður á ekki að reyna við samstarfsfólk. Aumingja þjónaneminn gæti séð eftir dramanu og langar ekki að koma að vinna þegar ég er. Verst að ég er svo meðvirk að mér finnst vandræðalegt að hann hafi reynt við mig og líður illa fyrir hann að ég hafi ekki áhuga.
Hinsvegar er ég með fiðring í maganum yfir öðru. Get ekki látið neitt uppi þar sem ég skil ekki enn alveg hvað það þyðir en virðist hafa fengið níu vikna styrk til einhverskonar vinnu í evrópu. Veit ekki hvar, hvernig, hvað eða hvenær. Kemst að því á morgun. Spennó.Flókið óvænt skrítið og undarlegt.
1 Comments:
Halló Ásta
Ég held að við höfum rætt þetta meðan þú varst hér. þetta með viðreynsluna. það þarf ekkert að vera eitthvað issue þó eitthverjum finnist þú vera sæt. Hvað er það. 'eg skil ekki hversvegna það er svona stórt mál að reyna aðeins við konur. Þó þær séu vinkonur samstarfskonur og eða hvað sem er. Þær eru líka stundum sætar. Nú er ég náttúrulega að tala um að hóværð verður að fylgja í viðreynslum eins og öðru. Það óþarfi að vera dónalegur við fólk svona allment og það á ekki síður við þegar reynt er að segja þeim frá því hve mikil vellíkunínn er á þeim. Þess vegna held ég að svo lengi sem menn eru bara kurteisir í sinni viðreynslu sé það bara hið besta mál. Og því ætti eitthver að segja þessum konum að það breitist ekkert þó hann hafi reynt við þig.
Skrifa ummæli
<< Home