takk heimur
Símafinnarinn gerði sér nefnilega lítið fyrir og fletti upp á mamma gsm í símanum mínum og spjallaði við hana um símann sem hann fann í bílnum og kannaðist ekkert við né eigandann. Get ímyndað mér að það hafi verið einkennilegt samtal. Hann að ræða við móður einhvers ókunnugs og mamma eflaust velt fyrir sér hvurn fjárann ég var að gera í bíl hjá einhverjum sem ekki kannaðist við að þekkja mig. Stundum til lítils að útskýra heimatilbúna leigubíla í reykjavík á frostkvöldum með súperlöngum leigubílaröðum fyrir foreldrum sínum.
Ég er sem sagt heppin í óheppni og velti fyrir mér hvort kvöldið sem ég steig í hundaskít í bologna sé enn að virka fyrir mig. Þar úti fékk ég einmitt veskið mitt tilbaka í tvö skipti af þremur. Ég er samt ekki utan við mig sko. Eða gaurinn sem hringdi á allar háskólastofnanir borgarinnar til að hafa uppá aumingja útlendingnum sem átti veskið sem hann rambaði á úti á götu. (einhver stal veskinu, hirti evrurnar og henti þ ví svo) Elska svona fólk sem vill öðrum vel og hefur fyrir því að skila dóti eða annað óeigingjarnt. Þá finnst manni einsog heimurinn sé ekki alveg glataður í eiginhagsmunaseggsskap.
Arfleifð köben er á einkennilegan hátt ást á chilli. Heimatilbúin chillihvítlauksolía er góð ofan á allt. Meira að segja hrökkbrauð með kæfu, tómat og parmesan. Þvílíkur herramannsmatur. Það fór hinsvegar lítið fyrir detox meðferð eftir marineringuna og önnur arfleifð frísins er að við vinnuskipulag velti ég alltaf ómeðvitað fyrir mér hvar verði laus tími til að kíkja út líka. Og áhyggjur virðast hrökkva af mér einsog vatn af gæs. Hvað ætli ég endist lengi áður en lífsgæðakapphlaupið eða eitthvað þvíumlíkt nær tökum á mér?
2 Comments:
kalt í köben og snjór eftir að þú fórst. árans. viltu ekki bara koma aftur?
ég kem þótt síðar verði. Frekar fyrr en síðar samt. Rokið feykti mér næstum af skólavörðuholtinu og næðingurinn fann leið innað hálsakoti þrátt fyrir miklar forvarnir. Það verður ávallt skárra að vera kalt í köben en hér ;)
Skrifa ummæli
<< Home