Hosted by Putfile.com





um lauk og ljóð

Hver elskar ekki hvítlauk? Það mætti hinsvegar halda að einhver hjá sælgætisgerð freyju hafi horn í síðu mína og hvítlauksástinni ef merkja má málsháttinn sem fylgdi fagra rísegginu með fagurrauðum páfagauk og sólblómi.

Eitt epli á dag bægir lækninum frá en einn laukur á dag bægir öllum frá.

Hverskonar rugl málsháttur er þetta? ég fékk nú einu sinni verðlaun í íslensku og voru þau bókasett um íslensk orðtök og málshætti og ég er fullviss um að þetta finnst ekki þar. Að minnsta kosti ekki svona samsett. Reyndar vorum við gebba mun svekktari þegar við sátum í fullkomnu iðjuleysi og yndislegheitum um miðjan dag í kaffipásu. Hún frá hugmyndum um lærdóm, ég frá atvinnuleysi-leit eða hverslags uppáfinningum. Dró elskan ekki fram eitt númer tvö sem leyndist í fórum hennar og ætlunin að gæða sér á smá lúxussúkkali með kaffinu. Málshátturinn var eftirfarandi : Iðjuleysi er rót alls ills.

Hann hangir nú á ískápnum með súru teiknimyndasögunum og er jafn mikið aðhlátursefni.

Annars vil ég benda á að ég fer sjaldan yfir strikið með hvítlauknum, nema kannski um daginn þegar við elduðum laxinn hjá auði fyrir partý og ég sá um sósugerð og kreisti þrjú eða fjögur sérlega væn rif útí eina dollu af sýrðum. Við ropuðum hvítlauksilm allt kvöldið með bjórnum. Ég hef hins vegar ekkert samviskubit, því ég hef hvort eð er ekkert að gera við mann sem ekki borðar hvítlauk.

Ljóðaupplestur og kúlness á rósenberg annað kvöld (sem sagt í kvöld, 18.apríl) klukkan níu. Vera þar eða vera ferhyrningur.

6 Comments:

Blogger hallurth said...

Það var laglegt! Smá plögg, aldeilis er ég ánægður með þig...
En varðandi málshætti hef ég heyrt þeirri kenningu fleygt að í ár hafi einungis farið út slæmir eða illa innrættir málshættir (sé þá mögulegt að innræta orð á blaði einhvernveginn á annað borð).

(Er þetta alveg skiljanlegt komment eða er þetta bara til marks um það að ég hafi ekkert í heimspeki að gera?!)

4:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sem hélt að ég hefði séð frétt um það að það væru margir málshættir á bannlista sökum þess að þeir þykja ekki nógu jákvæðir.

Í sömu frétt var reyndar líka sagt að margir málshættirnir væru búnir til fyrir eggin og eigandi einnar sælgætisverksmiðjunnar stærði sérstaklega af einum sem var hans eigið hugarfóstur.

Ég er kannski svona gamaldags en mér finnst þetta ekki málið.

10:13 f.h.  
Blogger Regnhlif said...

Hahaha. Mér finnst málshættirnir hafa passað einstaklega vel þetta árið.

En hvítlaukslaxabjórropinn var viðbjóður. Ætli frakkar séu hrifnir af hvítlaukslaxi?

10:17 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

hihi já það hlýtur að vera. Eflaust eru frakkar matgæðingar miklir og fíla pottþétt hvítlauk og lax og allan þann anda sem því fylgir...

Annars var gellan aftan á fréttablaðinu sammála og svekkt yfir slæmum málsháttum. Ég er greinilega gamaldags lika því mér finnst þetta ekki tækifæri fyrir stjórnendur súkkulaðiframleiðslu að leggja til viskumola fyrir almenning.

En jú hallur, orðtök hljóta að geta verið innrætt og engu síður á blaði, heimspeki rúllar án erfiði uppúr þér ;)

2:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð því miður að afboða mig í fyrirhugaða hópferð á Rósenberg í kvöld til að hlusta á ljósvallagötuskáldið og fleiri. Ég sit heima hjá mér undir sæng með bólgið nef að reyna að vinna þótt það gangi hægt sökum einbeitingarleysis og hnerra. Ömurlegt þegar að maður getur ekki einu sinni leyft sér að vera veikur því að einhverjir útlendingar þurfa endilega að komast til Íslands.

Kem næst samt, ekki spurning.

3:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe.. það er ekkert til sem heitir OF MIKIÐ AF HVÍTLAUK!!! ...allt með hvítlauk finnst mér vera gott gott, fyrir hana vinu mína, Ástuskástu Þöll :)
en út í málshætti, þá fékk ég einn sem alveg sló naglann á höfuðið: allt það sem sekkur flýtur upp um síðir... tóral djíníús!!!

5:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com