Hosted by Putfile.com





vanalegt

Ég vildi eiginlega óska að ég gæti sagt að það hefði verið ofsalega skrítið að mæta í vinnuna í gær. Hinsvegar tók það ekki nema sjö mínútur að átta sig á öllu sem var breytt (komnir nýjir hliðardiskar, hætt að brjóta servíettur í kertalíki, kominn nýr árgangur af candidato rauðvíni ogsvfr.) en síðan gengur allt sinn vanagang. Má bjóða þér meira vatn? Hvernig smakkaðist, get ég fært þér annað hvítvínsglas? Viltu pipar? (í huganum, ég er svöng, ég er þreytt, mér leiðist, má ég fara í pásu, hvenær verður klukkan nógu margt)

Sem rifjar upp vangaveltur um vana. Það er næstum því óhuggulegt hvað flest kemst fljótt upp í vana. Bara það sem er í kringum mann þá og þegar verður venjulegt um leið. Maður venst því að hafa fólk í kringum sig sem skiptir máli, en venst því líka að það sé ekki þar. Þó maður sakni þeirra ógurlega þá bara venst maður því að sakna einhvers.

Vitandi að ég er einsog amaba og get aðlagast fljótt, þá veit ég ekki alveg hvaða vana ég er snúin aftur til heima eftir útlandafríið. Minn vani er að vera í skóla á þessum árstíma, hins vegar eru mánuðirnir af einveru og skriftum BArna ekki vaninn, né langar vaktir, né er mánaðarhuggulegheit í kaupmannahöfn venjulegt norm. Vanalaus í apríl. Tími til að venjast einhverju nýju.

Hins vegar er ágætt að vera heima, með kattarhárum og allt. Vorið í reykjavík er upplífgandi þó það sé skítakuldi, bjartari kvöld og sól eftir kvöldmat rugla tímaskynið, minnka þreytuþörf og hreyfa við löngun til að gera eitthvað. Það er ákveðinn sjarmi yfir frosnu nefi í yndisfögru fölsku gluggaveðri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com