allt á móti engu og nýjung
Í ökla eða eyra. Það er ágætis fjögurra orða lýsing á lífi mínu.
Á einni helgi með aumu en uppréttu baki mun mér takast að mæta í þrjár vinnur eftir vinnulausa viku. Skaust í atvinnuviðtal í gær á leiðinni í eina vinnu og var eiginlega bara ráðin á staðnum. Lítur út fyrir að ég fái bráðum laun fyrir að sofa ekki á nóttunni sem er hið besta mál. Sökum rónaskaps og vitleysisgangs ykkar læt ég að sjálfsögðu ekki upp hvar þar sem hætta er á að allir rúlli þar við á djamminu til að heilsa mér og slíkt líð ég ekki í lobbíinu mínu. Hananú. Ekki þegar ég get ekki verið með.
Ég velti því fyrir mér hvort ég væri að missa af einhverju geta ekki fagnað próflokum á tilheyrandi vísu, en svo sætti ég mig við að ég var hvort eð er ekki í prófum og ekkert að fagna nema eigin komandi blankheit ef ég hætti ekki að lifa í bobblu þar sem maður eyðir í allt, skó, bjór eða annað tilfallandi og situr í sólinni eða fer út að borða og fyllerí á mánudögum en vinnur sér hins vegar ekkert inn á móti. Ágætt meðan það varði. Það kemur helgi eftir þessa. Og jafnvel einhver með frídegi.
ps.Tölvustraff er á dagskrá. Það hlýtur að vera komið í óefni þegar manns eigin vinkonur trúa því alveg að ástæðan fyrir að ég tók tölvuna með inná bað áðan sé ekki að ég fíla tónlist með freyðibaði heldur að ég þurfi að tékka póstinn minn og vera á msn á líka á meðan ég tjilla í baðkarinu.
7 Comments:
Mig langadi bara ad segja ad mer finnst alveg rosalega gaman ad lesa bloggid thitt.
Eg laerdi listir i morg ar, i Evropu og svo i Amrriku, thar sem eg er nuna.
Thad er rosa gaman ad fylgjast med heima bara thessu dags til daglega lifi.
Thu ert alveg rosalega kreatif, vonandi ad med allri thessari vinnu ad thu getir skrifad/teiknad eda gert eitthvad medan thu ert i vinnunni!
Hvað er að fyllerý á mánudegi án þess að hafa efni á því???
Bara spyr svona... ;)
Þetta er nú einu sinni svolítið þannig að þú er hérna til að hafa það svolítið gott. Ekki muntu segja barnabörnunum frá því hvað þú varst duglega að vinna, eða fékst í bakið af því. Eða það eru í það minnsta leiðinlegustu sögurnar sem maður heirir frá fólki sér eldra. Þú verður bara að fara að koma hingað út, þar sem þú þarft ekkert að eiða í skó og fyllerý á mánudögum eru bara öngvu óeðlilegri en vatns drykkja á fimmtudegi eða annað jafn sjálfsagt. og það allt í þessum massífustu blankheitum.
Kveðja
Anarkistinn...
Plús það að það eru svo mikið af fallegum litríkum hlutum út um allt...
Takk kærlega fyrir hrósið sb, það er gaman að heyra að blaðrið í mér skemmti einhverjum. Ertu enn í listnámi í ammríkunni?
Já ég held ég hljóti að finna stundir til að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi á móti þessari vinnu og að minnsta kosti skrifa í nætureinmannaleikanum.
Hallur; ég hló mig máttlausa. Já þetta er náttúrulega út í hött að vera ekki löngu komin. Hinsvegar er ég að ríghalda í einu praktísku taugina sem var plantað í mig af umhverfinu. Ef ég ætla að koma út í haust þá veeeerður sumarið að fara í einhverskonar fjáröflun en ekki sjálfboðavinnu því annars er ég farin á hausinn. En frá og með haustinu ætla ég líka að vinna í að eiga sögur næstu árin til að þetta sumar mun sennilega gleymast og hverfa í elíflina.
Ahhh..mánudagsfyllerí. Hef ekki gert það síðan á sams bar. Það var almennilegt mánudagsfyllerí. Ásta og Hallur rematch sem fyrst!
ávalt reiðubúinn.
Ég er reyndar ekki allveg jafn saklaus af mánudeginum og þú en það má allveg taka einn til...
Sæl Ásta aftur,
ég kláraði BFA í Hollandi, kláraði MFA í Ameríku og vann við listkennslu um tíma. Vinn núna sem miðill, (sbr. Sixth Sense/'I see dead people') sem gefur mér töluvert af frjálsum tíma sem ég nota í að lesa eða vinna að listinni.
Listin gengur samt ööööörhægt hjá mér þessa dagana.
Skrifa ummæli
<< Home