barist fyrir svefni
Það drundi fyrir utan gluggann svo ég gat séð komu hennar fyrir og stokkið fram úr rúminu og langað að æpa upp yfir mig enda er hræðsla mín við þessi kvikindi langt frá því að vera eðlileg.
Á svona stundum kemur í ljós hvað býr innra með manni. Er maður bara ýlandi stelpurófa sem ekki getur bjargað sér frá einni búttaðri flugu? Eftir að hafa náð andanum frammi á gangi sá ég tvo möguleika, svefn og ekki svefn og eðlilega vissi ég að síðari möguleikinn væri nógu skelfilegur til að berjast með kjafti og klóm við óargadýr. Svo ég hló innra með mér að sérstökum dálki í fréttablaðinu eða mogganum um hvernig eigi að losna við þær.
Taka skal með tveim fingrum hægri handar krukku eða glas með víðu opi og leggja yfir dýrið. (Tekið var fram að þetta væri auðvelt þegar þær væru einbeittar við að komast í gegnum glerið einsog bjánar) Síðan smokra blaði yfir opið og halda kjuru alveg þar til út er komið. Mér fannst þetta svo skemmtilega simpil lausn og áhrifarík....
Jæja loðboltaóargadýrið braust um og varð alveg kreisí í krukkunni en hlussaðist svo hamingjusamlega út um gluggann og þó hún hafi gert aðra atlögu að komast inn þá náði ég að skella á nefið á henni og öðlast svefnfrið. Hins vegar hugsaði ég fallega til hennar þegar virðist sem hún hafi hlussasst á eða étið báðar kóngulærnar sem höfðu búið sér til sitthvorn vefinn við gluggann minn og ógnað mér stundum. Bý ég ekki á þriðju hæð?
1 Comments:
Ég er með patent lausn við þessu: Flugnanet.
Sameinar kosti þess að fá loft inn og halda flugunum úti
Skrifa ummæli
<< Home