Hosted by Putfile.com





einn og svo annar og síst í röð

Tíminn og afstæðið og það. Sólarhringurinn hreyfist mishratt eftir tímabeltum. Núna er svona hægagangur. Einsog það marri í vélinni, lek niður í stólnum, suð í tækjum í kringum mig, anda næstum hægar.

Bara í smá stund. Eftir bókfærslutakta og fyrir síðnæturprógramm. (....djöfull er ég samt góð í debet og kredit og reikningshaldi þrátt fyrir ansi stutta dvöl í verslunarskólanum)

Ég hef formlega smakkað versta kaffi í veröldinni. Merrild sjálfhellimaskína. Örugglega duftviðbjóður og ekki kaffisnobbara bjóðandi. Fólk ætti bara að koma við í kaffisopa og meta gæðin. Fer að mæta með kaffitár á brúsa. Einsog á hlöðunni. Eiginlega minnir þetta dáldið á hana. Þögn. tölvupikk. Ég bloggaði líka þar í staðinn fyrir að læra. Eina sem er ólíkt er skortur á samviskubiti.

Besti tími næturinnar. Músík hjá mér en allt sofandi í húsinu.

Manísk laugardagsnótt í borg óttans samt. Ég fékk hótanir, heimboð, herbergispantanir af djammliði, heimtun á leigubílareddi í fimm miljón skipti. Fólk að fara heim í flug í snemm morgunmat en á sama tíma fullt af fólki af götunni eiturhresst á djamminu að sníkja ristað brauð rúmlega fjögur. Hótelgestir mættir í morgunmat kl sex sem byrjar samt ekki fyrr en kl sjö. Gestir í tékk inn of snemma og öðrum vantar herbergi, róna í miðju morgunverðarhlaðborði sem tók að sér að öskra hatur og vanþóknun yfir reittan lobbístarfsmann sem hvorki vildi gefa honum eld né leyfa honum að hringja. Sjaldan eða aldrei jafn fegin að klára vakt.

Dagarnir koma ekki í réttri röð núna. Það var laugardagsmorgun en svo er mánudagur á morgun. Eða eiginlega er mánudagur núna en samt var ég síðast að vinna á laugardegi þó ég vinni á hverjum degi. Dagsetningar eru orðið flókið mál.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég les bloggið þitt, og minnist þess þegar ég var að vinna 6 daga vikunnar. Mikið rosalega er ég fegin að vera ekki að vinna núna, að ég get nánast gert hvað sem ég vil, nánast hvenær sem ég vil :D
Ég t.d. plana að eyða sumrinu að labba niður í rósagarð, sitja og dreyma, og jafnvel hugleiðslu, eða jafnvel fara á ströndina og sóka upp smá sól (soak up the sun)
Lesa góðar bækur, hitta rosa skemmtilegt fólk, og drekka nóg af rauðu víni að ég verði melló sem mest af sumrinu.
En það var sá tími sem ég vann eins og þræll.
Mundu samt að njóta sumarsins!!!

2:24 e.h.  
Blogger hallurth said...

...og svo ferðu að leiðrétta fólk um dagsetningar eftir þínu eigin líkamlega dagatali (sem verður orðið fokkd öpp ef það er það ekki nú þegar) og öllum finnst geðveikt fyndið hvað þú ert týnd í tímanum, sem er jú afstæður, en þér finnst það ekki og að lokum verðurðu geðveikt pirruð og hættir að ganga með klukku og stillir símann bara eftir strætó, annars er þér sama, og þú ferð að hugsa um að það að þetta skipti ekki máli og þú tekur að þér aukavaktir sem allar verða eins og áður en þú veist af verðurðu farin að vinna sextán tíma á hverjum sólarhring, yfir nátttímann, sem er mun erfiðara, og þú skilur ekki að allir hafi áhyggjur af þér en ert alltaf pirruð... en mundu jú að njóta sumarsins ;)

og ég er ekkert bitur. en það er mánudagur.

5:13 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

hehe já. Hvað er maður að pæla að þræla svona. Ég verð bara að vera manísk í rauðvínssulli og fólkahitting vikuna sem ég er í fríi og ekki á aukavakt að þjóna, þá munu allir hafa áhyggjur af mér líka útaf sullinu en ekki bara því ég er pirruð og tímabrengluð. En heppilega hef ég aldrei getað gengið með klukku svo það er furðu auðvelt að láta tímann bara mótast af mér.

Er að hugsa um að fara að tala bara um nætur. Núna er mánunótt og þær eru fínar í miðri vinnuviku.

9:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com