ekki verra en það
Hafiði heyrt þennan ömurlega málshátt? Hann ásamt öðrum orðtökum og flestum klisjum eru víst til komnir einmitt vegna þess að þeir reynast búa yfir sannleikskorni.
Ég þyki víst alveg sérlega skarpur byrjandi í lobbíinu sem ég velti fyrir mér hvort væri hrós eða ekki. Hvort ég hafi td. litið út fyrir að vera meiri kjáni en ég er en að minnsta kosti hefur gengið vel. Þetta eru nú varla mikil rocket science en það er svo sem auðvelt að gera einhver misstök í tölvukerfum. Það kemur svo í ljós um helgina hvort ég geti ómögulega haldið mér vakandi margar nætur í röð og svangir gestir fá engan morgunmat en ég finnist slefandi út á kinn sofandi fram á lobbíborðið.
Írski hnykklæknirinn minn kreisti mig og sneri uppá á allt mögulegt en útskrifaði mig svo í bili. Mér hefur hér með verið stranglega bannað að synda bringusund ef ég vil ekki hætta á að fá brjósklos, sem vakti athygli mína á því hversu ógeðslega léleg ég er að synda skriðsund. Svamla einsog örkumla hundur og myndi drukkna ef ég reyndi að ná yfir laugardalslaugina.
Hvernig skyldi annars dagur í lífi húskóngulóa vera? Ég skil ekki hvert félagarnir tveir sem voru búnir að koma sér vel fyrir í vefjum utan á glugganum mínum fóru. Ætli þeir hafi móðgast útí mig og bara pakkað saman vefnum og flutt annað?
5 Comments:
Bíddu er bringusund hættulegt? ég get ekki fyrir mitt litla líf synt neitt annað, nema kannski baksund en þá klessi ég alltaf á bakkann eða annað fólk
Nei það er ekki hættulegt sko, nema þú sért mjög viðkvæm í mjóbakinu því það tekur svo mikið á þar. Fótahreyfingarnar eru víst ekki málið ef hætta er á að liðirnir séu að smella saman og þarmeð geta púðar milli hryggjaliða færst úr stað eða eitthvað.
Svo nó vörrís, haltu bara áfram að bringusynda og sleppa því að hætta á árekstra. (Merkilegt hvað maður hefur litla tilfinningu fyrir fjarlægð þegar maður hreyfist afturábak)
Já en ég er með viðkvæmt mjóbak og mamma fékk brjósklos.(við erum sko frekar líkt vaxnar).Andskotinn.
Ég er með þá kenningu að ég sé með aðra höndina og löppina styttri því ég á það til að klessa á fólk og bakkann þegar ég syndi áfram. Spurning um að láta athuga augun líka ;)
Ég segi að við ættum bara allar að skrá okkur á skriðsundsnámskeið saman.
Líst vel á það. En þá verð ég líka að kaupa mér sundbol.Mig langar ógjó í sundbol.
Skrifa ummæli
<< Home