its over. Eða það er að byrja.
Ef segja má að uppáhaldsiðja mín sé að horfa út, en þó er ég alveg með endæmum meðvituð um það hvað klukkan er í bið eftir að tíminn líði, þá skemmtir þessi mynd mér.
Ok ég finn maníuna færast yfir mig. Það er skyndilega sól og logn og fáránlega fallegur morgun meðan ég tölti heim um blautar og nýburstaðar göturnar með rauðvínskeim í skýji fyrir utan skemmtistaði og bjórilmandi hornum. Mér finnst einsog það taki því ekki að fara að sofa, núna þegar ég þarf ekki að mæta neinstaðar í vinnu fyrr en eftir marga daga. Heila viku svo lengi sem ég láti ekki plata mig í hina vinnuna.
Eftir margar áminningar síaðist það inn í heilann að það væri rauður dagur eða frídagur hjá fólki sem ekki vinnur vaktavinnu. Sem þýðir auðvitað djammkvöld í gær. Undarlegt nokk fékk ég þó nokkrar kvartanir frá gestum sem fannst dynjandi takturinn frá sirkus og ýlandi fólk á götum í bland við brotnandi flöskur og hlæjandi hópa eitthvað óviðeigandi svona á miðvikudagskvöldi.
Ég hefði mun frekar viljað vera einhverstaðar dansandi, hlæjandi eða jafnvel ýlandi (sem ekki að væla heldur meira svona góla) en geri ráð fyrir að hafa helgina í það. Í gær, eða í morgun eða eftir vinnu síðast og fyrir svefn og vinnu núna þá seinkaði ég líka svefni og hitti annan sambó í morgunkaffi / kvöldmat (eftir því hvernig á það er litið) á gráa kettinum. Gæddum okkur á klassísku amrískum pönnsum sírópi og beikoni appelsínu safa og svo rótsterku kaffi að ég var glaðvakandi framað hádegi.
Ég er næstum því svekkt að ég geti ekki haldið áfram þessari myndaseríu næstu daga í vinnunni. En bara næstum því fríið er gott.
1 Comments:
Æðislegt!!!!
Skrifa ummæli
<< Home