Hosted by Putfile.com





loco for coco

Það er verst með næturvaktir á hótelum að það eru ansi fáir til að sjá hversu ógurlega smart og lobbílegur maður er í virðulegum fötum, varalit og með sléttað hár í tagli. Já svona er þetta.

Mikið ógurlega var ég ánægð með að hafa drifið mig að sjá stúlkurnar í coco rosie í gær. Var næstum búin að beila sökum fjárhags en fyrst ég gat keypt þæfðar hönnunarhandahlífar og rauðmunstróttann kjól var þetta bara næsti bær við. Og síðan auðvitað bara einn öl til og eftirpartý en það er önnur saga. Tónleikar þar sem maður gleymir því alveg að vera illt í fótunum. Tónlist þar sem maður gleymir sér bara alveg, því seyðandi söngur kemur sífellt á óvart og óvænt blanda af lifandi takti, hljóðum og myndum heldur athyglinni svo upptekinni að ekkert annað kemst að. Flott í öðru veldi.

Ég er ekki innblásin af þreytu heldur hugmyndasnauð. Sólarupprásin er sklærbleikappelsínu gul bakvið húsin á hverfisgötunni og mig langar út að sjá hana. Samt hló ég að konunni í kvöld sem kom titrandi inn því hún hafði ætlað að standa úti og bíða meðan sólin settist. Hmmm það tekur góðan tíma á íslandi.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh..cocorosie eru æðislegar.
Stór eftirvænting...Belle and Sebastian í kvöld!! Þín verður sárt saknad Chip.

8:51 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

aaarrrghh. Já chip grætur krókódílatárum og finnst einsog stóri vinningurinn láti endalaust bíða eftir sér. En þó óskar hann félögum sínum bob og sam the dealer yndislegrar stundar með belle&sebastian.

5:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei í alvöru!!! Belle & Sebastian á Íslandi!!! Geggjað, þau eru frábær

2:24 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

nei nebla belle&sebastian í kaupmannahöfn núna, því miður því mig langaði svo að fara, en cocorosie var sko á íslandi.

2:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com