Hosted by Putfile.com





rautt. gult. grænt.

Finnska er skemmtileg. Hljómar einsog stafarugl af íslensku. Heyri þau spjalla yfir morgumat, finnst einsog ég sé í annarlegu ástandi og komi ekki merkingu orðanna fyrir mig en þau ættu að þýða eitthvað. Kannski er ég bara sifjuð. Finnst óhemju sniðugt að maður fá líka síðdegissifju á nóttunni. Það er alveg eins að vera batteríslaus kl fimm að nóttu einsog fimm að degi. Það er líka mun bjartara núna heldur en væri um vetur klukkan fimm síðdegis.

Ég get ekki hætt að horfa á skiltið í búðinni á móti. KAUPUM BÆKUR gamlar og nýjar. Í hinum glugganum SELJUM BÆKUR nýlegar og gamlar. Bækurnar sem sagt kaupast nýjar en seljast nýlegar? Selja þeir ekki sömu bækurnar og þeir kaupa? Kannski seljast þær svo hægt að þær eru ekki lengur nýjar heldur nýlegar. Fólk á rölti á sunnudagsmorgni með öl í hendi ætti að endurskoða venjur sínar.

Umferðarljós eru líka óhemjulega tilgangslaus núna. Þau skipta að venju. Rautt, gult grænt. Grænt hlaðið spennu, bjartara en hin og ætti að vera upphaf frekar en endir. Allt ætti að fara af stað og drunur í vélum að byrja. En þau eru bara hálf sorgleg þegar mínúturnar líða og engin nýtir tækifærið og þá kemur bara rautt aftur. Stundum er allt svoleiðis. Viðbragð sem var aldrei nýtt svo það gufar bara upp í skýjin og lekur einhverstaðar á ónefndum stað niður einsog rigning án þess að neinn viti að það var einu sinni tækifæri. Kannski endurnýjar það sig sjálfkrafa með hringrás en aldrei í sama formi. Og svo annan hring. Viðbúin tilbúin ..... NÚ. Ohhh ok þá. Enginn. Rauði stoppkallinn er ekki ógnandi. Tómar götur hía bara á hann, hver heldurðu að þú sért? Tilgangsleysið algjört. Kannski fer það samt hinn hringinn. Grænt. gult rautt. Svo maður þarf í raun ekki að leggja af stað heldur bara stoppa í lokin.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það getur vel verið að ég sé að spurja stórt, en mikið rosalega mundi mig langa til að sjá myndir af bókabúðinni og skiltunum þeirra og jafnvel fólki á sunnudagsmorgnum röltandi um bæjinn með öl í hendi lalalalala og það allt. Bara ef þú átt myndavél til að taka random myndir þá þætti mér það alveg svakalega gaman að sjá ;D

3:11 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Já veistu þetta er einmitt í bígerð ;) Búið að skemmta mér gríðarmikið að plana þetta, en hef því miður hefur myndavélin mín verið í öðrum húsum síðustu daga. En þetta kemur!!! Fullt af hressandi tækifærum.

7:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert 'inspiration' (sorry man ekki hvað það er á íslensku)
Hlakka mikið til að sjá random myndir af klakanum.
Köben myndirnar eru frábærar líka, þú hefur alveg svakalega gott auga fyrir litum og svoleiðis

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com