Hosted by Putfile.com





viðbjóðslega vakandi

Ég hélt einu sinni að svefn væri bara eitthvað sem gerðist þegar maður ákvæði að fara að sofa og lokaði augunum. Gat sofið hvar sem er og þakkaði það jafnvel barnæsku þar sem sagan segir að þar sem engar barnapíur voru til staðar hjá námsmönnunum erlendis hafi bara verið mætt með mig í öll partý og fékk að vera með þar til ég var þreytt þá var bara breitt yfir mig í næsta herbergi eða næsta sófa og ég svaf vært.

Ein vika af algjörum viðsnúningi og skyndilega heldur líkaminn að hann eigi bara ekkert að sofa og síst á nóttunni ef eitthvað er. Eiturhress klukkan hálf fimm sem væri kannski í lagi ef ég hefði ekki farið að sofa klukkan þrjú. Gæti verið innri birtuklukkan sem upplifir þetta beint fyrir utan gluggan hjá mér um fjögur sem merki um að svefni sé lokið. Í stafalogni og heiðskýrum himni er þetta þó loforð fyrir fögrum degi. Nema þegar dagurinn loksins kemur er líklegt að ég verði sofandi og missi af honum. Djísús ég nenni ekki að eyða sumrinu í að vera andvaka. Þetta fer auðveldlega með síðustu leyfarnar af góða skapinu.

Leiðist. Bara eitt email í póstinum. Ruslpóstur frá eDiet beauty secrets. Hig heals. How to look hot without the hurt. Gefandi skrif. James Blunt hefur verið bannaður af útvarpsstöð í englandi með lögin good bye my lover og your beautiful sem er mjög sterkur leikur hjá þeim. Samkvæmt mbl ætti ég að halda kynningu í dag því hún yrði algjör smellur með sannfæringarkrafti minum og væntanlegt samstarf öllum í hag. Fiskurinn í bónus er á tilboði alla daga. Tamíl Tígrarnir gang bersersgang. Mig langar til Sri lanka. Áfengi minnkar líkur á hjartasjúkdómum og kaffisopinn er heilnæmur vegna 60% andoxunarefnum og kemur í veg fyrir kransæðasjúkdóma. Fer aldrei yfir fimm bolla regluna nema ég sé að skrifa eitthvað annað en blaður.

Það ku hinsvegar vera borgunardagur í vikunni sem er alltaf jákvætt þegar maður er í vinnu og auk þess mun framtíð mín ráðast á föstudaginn með lista á vegg í heiminum þó fjarri mér. En þar verður nafnið mitt eða ekki.

3 Comments:

Blogger hallurth said...

alltaf skaltu þó geta gengið að því vísu að ég sé vakandi, hvenær sólarhringsins sem er.
er það ekki pínu sorglegt?

1:41 e.h.  
Blogger Regnhlif said...

þú getur á hinn bóginn gengið að því vísu að ég sé sofandi hvenær sólarhringsins sem er. Eða amk mjög syfjuð. Það er eiginlega enn sorglegra en hjá ljósvallagötuskáldinu (úff margsamsett orð).

4:24 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Jæja skáld, ei ertu vakandi núna haha greip þig svefnpurrka.

En já annars er það alltaf ánægjulegt að einhver sé bara á msn, það er bara betra að annað fólk vaki lika. Samt skal ég reyna að samgleðjast öllum sofandi, því ég mun verða ein af þeim.

1:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com