Hosted by Putfile.com





hanging in there

Ég er hérna ennþá. Eða einhverstaðar allavega þar sem tíminn virðist skyndilega hafa skroppið saman einsog gömul teygja eða ég einsog hundur í óðönn við að elta skottið á mér. En einsog hvolpi finnst mér bara hreint ekki leiðinlegt að hlaupa í hringi og kemst vel af án þess að ná að skúra inni hjá mér, hitta alveg alla sem hringja í mig né krossa við neitt á verkefnalista sumarsins. Það gerist allt sem þarf að gerast á endanum þó það sé ekki á tímaplani og svo fær maður sér einn og einn bjór inná milli til kælingar.

Greinilega er veitingabransinn í kröppum dansi í sumar þegar hringt er mörgum sinnum á dag auk sms frá einhverjum að þeim sem ég lofaði að vinna hjá á frídögum, sem síðan eru svo fáir... ehem að ég hef ekki tíma. (skotum á það að stundum vinni ég bara um fjögurra tíma vinnudaga er beint annað) Gott að vita að manns er saknað en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Héremeð er þeirri staðreynd kastað fram í veröldina að ég á afmæli eftir um tuttugu daga og verð þá tuttuguogfimmára um verslunarmannahelgina. Svo þeir sem síðan þekkja mig og eru ekki útilegupakk geta búist við því að vera skyldugir til að mæta einhvert og fagna einhvernveginn með mér.

Nýjar upplýsingar í líkindabankann. Ég er víst ákaflega lík listakonu frá filipseyjum, það er að segja sérstaklega prófillinn. Litlu sætu þernurnar mínar sem ná mér uppað olboga og eru hörkuduglegar og skemmtilegar tilkynntu mér það flissandi í dag. Mér finnst það áhugavert með mitt litarhátt en ég meina. Allt til.

Beinverkir og hálsbólgubömmer. Fljótandi sólhattur. Miðsumarflensa?

Hundrað bls leigusamningar með morðfjárhárri skrifstofuþóknun og þriggja mánaða fyrirframleigu OG þriggjamánaðaleigu depositum auk almennrar leigu gerir drauma mína um góðmennsku dana við námsmenn að engu. Fjárhagssumarið mikla er líka orðið álíka götótt og alvöru gaudaostur eða jafnvel einsog einhverskonar hvítlaukspressa þar sem þrátt fyrir mótstöðu þá virðast aurarnir samt kreistast út um götin. Aurarnir liggja svo í valnum á gulum bankabréfum sem hóta skömmum. Meira segja þótt ég hafi týnt báðum kortunum mínum í sumar þá hægir ekki á hvarfinu. Þeir hverfa jafnvel hraðar en tíminn.

Hugsa sér allt sem ég hlýt að vera að fá í staðinn bæði í tímanum sem líður og fyrir þessa peninga sem komu eða fóru. Það er sko ekki leiðinlegt að vera til.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki útilegupakk en kemst þó því miður ekki í afmælið.. En ég sting hinsvegar upp á uppbótarafmæli sem haldið verður á haustdögum! Nánari staðsetning og þáttökuland ákveðið síðar ;)

8:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com