náttúruleg þögn og náttúruhljóð
Reykjavík varð svo rómantísk um daginn að mig langaði næstum að setjast á bekkinn í þögninni og soga inn í skilningarvitin fegurðina fyrst ég mundi ekki frekar en venjulega eftir að vera með myndavélina mína. Rétt þar sem ég staldra við í logninu og horfi á spegilslétta grængörótta tjörnina undir bleikgylltum himni en samt farið að rökkva og útum alla tjörn voru litlar þúfur af öndum sem flutu um sofandi með höfuð undir væng eða Ein og ein sem sneri bara rassfjöðrunum upp við að grípa eitthvað úr tjörninni sem er fyndin stelling, stökk fram ungur náungi með myndavél svo einhver náði þessu andartaki allavega á filmu. Loftið var einhvernveginn þykkt af sumarlykt, blóm og gras og kannski úldnu slýi úr tjörninni fögru, samt nógu stillt til að manni finnst maður þurfa að leggja við hlustir. Einsog þurfi að sussa á sjálfan sig til að heyra eitthvað í veröldinni sem hún hvíslar bara.
Silfrið sér manni líka fyrir náttúruhljóðum á salerninu. Við fyrsta spræn velti ég fyrir mér hvort það væri ímyndun að ég heyrði látstemmdan fuglasöng. En þá færðist það í aukanna og fossniður og páfagaukager hóf upp raust sýna. Tropical spræniferð. Mig langar líka í frumskóg. Helst sæmilega pöddulausan.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home