Hosted by Putfile.com





syrpur

Nöfn breiðast út og eru til í hinum ýmsu tungumálum. Ásta er samt ekki mjög algengt að ég hélt, nema kannski í norðurlandamálu einsog dönsku þar sem það er nafn sem prýðir eingöngu konur á þeim aldrei sem búa á elliheimilum. Ljósmyndarinn tilkynnti mér að hann ætti góða litháenska vinkonu sem héti líka ásta og það væri þjóðlegt nafn. Í miðjum fimmtiumanna hóp af óenskumælandi en feimnislega brosandi finnum leyndist lítil kona með krullur sem heitir það líka. Skrítið.

Ég geri allt á einum degi og svo ekkert hinn. Syrpur eru munstrið mitt. (syrpa er líka finnskt nafn) Klikkklakka týnd í býkó á breiddina og drösla heim kössum. Drösla kössum niður af þriðju hæð á hælaskóm og uppsker breið glott frá körlunum sem stóðu með kerrur og ungabörn í spjalli úti á gangstétt. Fer ekki í ræktina en svitna við að skúra OG straujaði skirtuna mína. Ég hef aldrei áður straujað skirtu af sjálfri mér. Er ég fulllærð í að vera virðuleg?

það liggur við að í maníunni fari ég að prenta út excel skjal með plani næstu vikna. Sem ég fer auðvitað ekki eftir en líður betur í blekkingu minni að það hjálpi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com