Hosted by Putfile.com





um hlátur og gleymsku í draumi

Það er ekki hægt að vera í vondu skapi eftir að vakna við sjálfan sig hlæjandi. Vera í hláturskasti en hálfsofandi og hlæja svo enn meira því þú manst ekki af hverju þú ert að hlæja og það eina sem þú manst inniheldur gulrætur, mörgæsir og teiknimynd sem þó er einhverskonar útskýring í draumnum.

Stundum hittir heimurinn naglann á höfuðið þegar skellur saman af tilviljunakenndu offorsi heill frídag OG sól. Flakkað og borðað úti þó ég hafi á endanum snúið baki við mestu sólinni enda minnug bruna. Sólarvörn, bjór og jazz úti á austurvelli njótandi einsog allir hinir sem þöktu hvern krók og kima. Kannski eru þessir dagar betri því þeir eru fáir. Nýtur maður betur þess sem er lítið af? Maður verður allavega ekki leiður á því á meðan maður fær ekki nóg. Það er ennþá sól og ég treysti á að hún verði þarna alla helgina. Hláturinn er velkominn líka bæði í svefni og vöku.

Gott er að vita eftirfarandi þegar við fjármálagúrúarnir bröskum með allar krónurnar mínar, í heimabankanum mínum er tekið fram að; ,,Greiðslur yfir 10 milljónum króna á reikninga í öðrum bönkum eða sparisjóðum, sem framkvæmdar eru fyrir kl. 9:00 og eftir kl. 17:00, eru afgreiddar næsta virka bankadag." Vá hvað allir eru ríkir hjá glitni. Where´s my share?

1 Comments:

Blogger hallurth said...

Útskýrir náttúrulega af hverju allar mínar millifærslur hanga svona á milli daga...

5:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com