verkefnalistinn #1009
Ég er búin að ákveða að einhverntímann ætla ég að uppræta þennan bitra misskilning um að finnar séu agalegir. Besta leiðin er að horfast í augu við óttann. Takast á við fordómana með upplýsingu. Þessvegna hlýt ég að fara til finnlands bráðum, eða allavega einhverntímann. Ef biturleikinn situr enn í mér fer ég á hótel og mæti of snemma í morgunmat og tek út karmað mitt. Mér hefur samt tekist að yfirvinna nokkra, sem sýna tilfinningar sýnar og brosa breitt en tekst með herkjum að segja herbergisnúmerið sitt. Hinsvegar finnst mér þeir frekar sætir svona mállausir, feimnir og stífir. Einsog önnur tegund. Kannski blanda af íslending og rússa. Eingöngu í hópum verða þeir að martröð.
Hver þarf ræktina þegar hann hefur þrjárhæðir og þunga kassa. Tveir bílfarmar en samt sést ekkert á yfirborðinu því allar hirslur og geymslur voru fullar af ég veit ekki hverju. Búin að fylla andyrið í foreldrahúsum og farin að óttast hvernig mér á að takast að fela þetta fyrir þeim sem koma heim á morgun. Þó karlinn byggi við bílskúrinn til að koma jeppalingnum inn þegar hann bilar einsog gríðaroft þá held ég hann fái aðsvif þegar ég yfirtek það með hillum og kössum til geymslu í óákveðin fjölda af árum. Kannski sæki ég þetta á þrítugsafmælinu mínu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home