bissí bissí
Ég er orðin mjög heimavön á kastrup þó helmingurinn af heimsóknum þangað séu leiðinlegri en hinar. Október verður næsta manískur í því enda mun ég ná sex skiptum þar... Eitt af þeim skiptum þar sem ég skrepp yfir til Vínarborgar að heimsækja diplómatann.
Ég velti fyrir mér hvort það sé satt að österbro sé ekki laus við snert af snobbblæ þegar eini klósettpappírinn sem fæst í nettó er lúxusmjúkur, þriggja laga pappír með þrykktum fiðrildamyndum. Minnir mig bara á diplómatann.
Síðan úrval af tilhlökkunarefnum í mismunandi tímafjarlægð og feikinóg af innri ánægju til að deila út. Það verður vel nýtt í indlandsreisunni þar sem ég fæ hlutverk professional knúsara með hinum sem kenna eða lækna.
Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á slýi og munstri. Fagurgrænt og fyndið. Þetta yndisfagra slý&salt munstur er að finna á tröppunum undir nýja risastóra óperuhúsinu í köben í boði maersk milljónamæringsins. Eiginlega mun fallegra en húsið sjálft....
Og jú ég er líka í skólanum....
1 Comments:
hey ljúfust... hvenær ætlaru að farað heimsækja diplósnobbdrolluna? væri ekki leiðilegt að slást með í för... var eitthvað að bræða það með mér... þannig að við gætum hist í köben og farið þaðan beint?!? eða hvað?
allavega, láttu mig vita sykur ;)
Missmissogkisskiss á þig :*
Skrifa ummæli
<< Home