Hosted by Putfile.com





ef þú skilur það ekki skilurðu ekki neitt, skilurðu það?

"Meaning is a dialouge - always only partially understood, always an unequal exchange."

Ég er með tungumál og merkingarsköpun og skilnings milli fólks á heilanum þessa dagana. Einhver hluti tengist auðvitað staðreyndinni að ég skil ekki hvernig ég get skilið svona vel það sem fer fram í skólanum en hinsvegar ekki komið frá mér almennilega því sem ég skil, til annarra svo þeir skilji líka hvað ég veit. Ennfremur öll þau persónulegu samskipti sem maður reynir að fá fólk til að skilja hvað maður er að meina með því sem maður segir, en veit að það kemst aldrei alveg til skila.

Þarna kemur núna danskan eitthvað málinu við, en svo ef maður hugsar lengra út í það þá kemur tungumál þessu svo ákaflega lítið við. Hvað er það við þankagang fólks úr sömu menningu og sama tungumáli, sem bara getur ekki skilið hvað hinn er að meina? Þó fólk þekki sömu orðin, noti sama slangur og setningarbyggingin sé ekki frábrugðin á neinn hátt þá sjá þeir ekki nálægt því sama hlutinn úr textanum eða umræðunum. Heppilegt þá að bókin sem ég greip til að lesa í kvöld fjallar um þetta. Finn enga betri þýðingu á representation of meaning through language nema birtingarmynd merkingar gegnum tungumálið? Já einhverjir ranghvolfa augunum hérna.

Hinsvegar er ég ekki að tala um orð einsog póstmódernisma eða diffrun eða bestun eða nytjafall sem hvert um sig getur verið tómarúm bakvið stafina eftir því hvaða akademíska vettvang fólk datt inná. Ég er bara að skemmta mér yfir því hvað mér finnst stórfenglegt þegar fólk skilur nokkurnveginn hvort annað. Það getur vel verið að fólk hafi almennt minni þráhyggju en ég yfir að skilja og vera skilinn en ég er allavega gríðarlega ánægð með alla sem ég skil og skilja mig, tala nú ekki um bæði þá erum við að dansa.

Virðist sem nokkrir úr bekknum mínum ætli að skella sér á airwaves. Ef þið sjáið sjónmenningarlega dana þá bið ég að heilsa. Sjálfa langar mig lítið enda ákaflega sátt við þá heimsendingu frá íslandi sem kemur yfir sömu helgi. Skiljanlega.

(stuart hall er fyndinn; í tengslum við ólík form sem geta miðlað merkingu önnur en tungumál kemur skyndilega þetta innskot -Music has been called "the most noise conveying the least information") Ég gæti allavega ekki lifað án hávaðans burtséð frá upplýsingamagninu eða beinum tengslum við raunverulegan heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com