essen sie?
Smelt eða eitthvað í þeim anda fékk ég ofan á brauð í vínarhæðum með fersku víni. Einskonar fita með blöndu af kryddum og öllu mögulega sem maður smyr ofan á sveitabrauð og smakkast mjög vel. Í kvöld fékk ég líka vínarsnitzel. Alvöru raspkálfasnitles og apfelkartoffelsalat eða hvað sem það hét á ótrúlega huggulegum veitingastað. Best af öllu var þó þegar við settumst á Alt Wien, huggulegan og frægan bar svona í einn lítinn öl. Hungrið svarf að svo við fengum matseðil, eftir nokkrar pælingar í undarlegum réttum bað ég um samloku. Þjónninn krosslagði hendur á hvítri svuntu og tilkynnti mér að einunis væri boðið uppá Gúllas á þessum tíma. Tíminn var hálf tvö á föstudagskvöldi, en mér fannst þetta svo fyndið að ég sagðist endilega vilja smakka. Í huga mínum þótti mér það absúrd, en svei mér þá aldrei hef ég smakkað jafn kryddað og gott gúllas með meiru kjöti, meira segja þó pabbi eldi hið besta gúllas með kartöflustöppu þar sem maður býr til holu og hellir sósunni ofanní.
Í gær fengum við líka alvöru fansí kvöld. Hófum það snemma í að kíkja á fínan stað sem leigusali gerðar sem býr með henni stakk uppá í rauðvínspastaboðinu. Glæsilegur bar á sjöttu hæð við aðaltorgið með ólýsanlegu útsýni yfri stephansplatz og gígantísku gotnesku dómuna þar. Margra metra háir gluggar, rauðir pluss stólar og gluggatjöld, silfurborð og glitrandi ljóskrónur i bland við nýtískuhvítan bar, marmara og látstemmd electróloungetónlist með flottum takti minnti okkur eingöngu á einhver vampíruatriði úr bíómyndum. Fannst við eiga að vera í korseletti og með rauðan varalit.
Í staðinn fórum við í Statsoperuna og sáum Carmen óperuna í einu flottasta óperuhúsi evrópu. Vorum í einum af pínulitlu klefunum sem í eina tíð tilheyrðu einhverri millihástéttarfjölskyldu, reyndar í ódýrustu sætunum þar eða í þriðju röð og sáum milli höfðana á fólkinu fyrir framan okkur. Þó við höfðum hugsað hávöxnu ameríkönunum þegjandi þörfina í fyrsta leikþætti sem blokkuðu alla sýn þá voru þeir yndælir og greinilega fengu samviskubit og gerðu sitt besta til að við myndum sjá. Þvílík litadýrð, búningar, söngur og drama, gæsahúð og hamagangur. Ást og dauði, vonleysi, afbrýði, sígaunar, nautabanar og whut have you allt í stórfenglegum graut. Hreint og beint ólýsanlegt.
Ferskur bjór er góður. Svefn er örugglega betri.
ps. Ég man ennþá eitthvað úr listfræðinni en mikið var gaman að skoða þýsku expressionistana í dag. Fíla Klimt í ræmur, Egon Schiele líka og marga hina líka. Ljósmyndasýning á neðstu hæðinni frá uppreisninni í búdapest var líka ótrúlega áhrifarík.
2 Comments:
Loksins fékk Gerður einhvern til þess að draga með sér í fancyparty plönin. Hún reyndi fancyið á mig en Auður er meira fyrir búllur og skókast :)
En finnst þér ekki húsið hennar dásamlegt? Geðveikt huggulegt að vakna við munkachantið eða brjálaða salsatónlist af neðstu hæðinni.
hallo.
úú egon schile er snillingur og í miklu uppáhaldi:) mátt segja mér frá þessu síðar;)
æj ég vildi ég væri þarna til að fullkomna tríóið.. ég myndi sko vera töff, í alvöru gebba...
djók:)
hafiði það næs..... ég mun vera á svæðinu next time in next life:)
jólin koma og þi meðþeim svo þetta er í lagi.
Skrifa ummæli
<< Home