Hosted by Putfile.com





glamúr og sykursjokk

Nú er sjöttu ferðinni á kastrup í október lokið og ekki nema fjórar eftir.... Búin að skila af mér litlu systur í fljúvél eftir góðan dag og aldeilis góða ferð. Ekki einungis fékk ég afsökun til að versla örlítið, tróð ofaní hana helling af chillí (komin með dollu í ískápin líka svo það er eitthvað ofaná brauð hananú) fórum líka í halloween tívolí með meiru og fórum í rússíbana og fengum okkur risapulsur, flökkuðum um stræti og stíga og skemmtum okkur vel. Hún var eitthvað ósátt við að vera almennt kynnt sem litla systir ástu en svona er þetta hehe. Stóra systir er líka kúl og meira segja á kalaset fékk hún að sjá ofurtöffarana og dönsku rapparana nick og jay.... ó mæ en töff.

Auk þess kom hún akkúrat á kúltúrnatten þar sem rosalegt húllumhæ var skipulagt á vinnustofunni hennar sossu, myndlistarkonu og mömmu bjarkar. Við stelpurnar voru ráðnar í að vera með í að skipuleggja og backstage hjálparar í rosa tískusýningu sem fatahönnuðurinn ásta og skartgripahönnuðurinn halla boga voru með í portinu fyrir framan vinnustofuna. Heppnaðist þvílíkt vel, ljósasjó uppum alla veggina og ég veit ekki hvað og hvað. Litla systir fékk það hlutverk að skenkja hvítvíni í glös sem hún sinnti af mikilli alúð. Allar vorum við greiddar og málaðar í anda tískusýningarinnar með 30´s bylgjur. Hér eru líka einhverjar fleiri myndir frá kvöldinu.

Á einhverjum tímapunkti vorum við ómar að reyna að taka myndir af módelunum í vinnustofunni, það er að segja hann að taka myndir og ég að skipta mér af. Lýsingin var ómöguleg þarna svo það var ekkert í boði nema skapandi hugsun, reif mig úr design glimmerullarpeysinni og reif upp eitt stykki ikealampa og stakk í samband og prófaði að beina honum að þeim til að fá betra ljós, skyndilega lýsist upp fyrir aftan mig hið besta ljós, nema svo lít ég aftur fyrir mig og er þá ekki kastljósmyndatökumaðurinn í gríð og erg að ná þessari senu á filmu. Svo ef þetta klipp kemur í sjónvarpinu þá biðst ég forláts og fullyrði að ég kann betur til verka en lítur út fyrir þarna hahaha.

En Tívolí er eiginlega snilld núna. Grasker á hverju horni, nornir og draugar. Ljós og kústar og markaður. Það er ekkert nema töff að ganga alveg í barndóm með sykrað epli, appelsínugulan risalakkrís, gos og sykursjokk og hrista það svo á alla kannta í rússibönum og drekatækjum jafnvel þó við höfum verið á barmi taugaáfalls í parísarhjólinu af lofthræðslu. Mér er nefnilega verst við tæki þar sem engar festingar halda manni kirfilega niður. Alveg sama þótt út hafi stigið börn og gamalmenni við oddrún veinuðum þegar hjólið stoppaði efst uppi og maður vaggar í vindinum þótt útsýnið yfir kolsvarta köben með ljósum og fagurheitum í tívolí sé ónáttúrulega fallegt.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég var einu sinni í sumarvinnu í Tívolí. líklega ein besta vinna sem ég hef unnid, thví thad var vel borgad fyrir litla vinnu. thannig aetti lífid ad vera.
Thu ert alveg svakalega heppin ad vera í kóngsins koben. Thad er ein af mínum allra allra uppáhaldsborgum í heiminum. Sakna raekjubrauds og sjokolade boller :D
Eg hef enn rosa gaman af ad lesa bloggid. Gaman vaeri ad sja myndir af verkum sem thu ert ad vinna í skólanum

6:00 f.h.  
Blogger hallurth said...

sjöhundruð og áttatíu mínútur, kortér til eða frá...

9:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæra kelling,

Varpað hefur verið upp hugmynd á innra neti Tjellingana. Beðið er um formleg viðbrögð meðlima.

Með ástarkveðju,
NEFNDIN

1:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com