Hosted by Putfile.com





manic monday

Eftir að hafa tekist að forðast það að díla við draslið heima hjá mér fyllist ég eldmóði og orku þegar mánudagsmiðnætti nálgast og ég loksins komin heim síðan snemma í morgun. Veit ekki hvaðan þessi orka kom en tiltekt þrif og pantaður þvottatími í fyrramálið. Syrpur krakkar mínir. Það er málið.

Engin nýjung á ferð að ég hafi stundum gaman af undarlegum uppákomum. Þessvegna skemmtir mér rússneska konan sem er búin að hringja nokkrum sinnum að leita að sömu dariu og fulli norðmaðurinn en þessi skilur ekki orð í ensku né dönsku og þegar ég byrjaði að hækka róminn og heimta að vita hvaða símanúmer hún hafi hringt, skellir hún alltaf á. Sömuleiðis fannst mér með endemum fyndið að brunabjallan skyldi fara í gang á sunnudagsmorguninn, allavega þegar kom í ljós að engin hætta var á ferð heldur einhverstaðar of margir í partý í litlu herbergi. Eða svo vildi nýji nágranni minn meina sem mér fannst skylda að kynna mig fyrir svona linsulaus hálfblind og fáklædd með sigrúnu mér við hlið sem fékk að crasha eftir innflutningpartý hjá vinkonu í næstu götu. Hann grunar eflaust ýmislegt.

Kannski er orkan tilkomin af þeirri skemmtilegu tilviljun að ég er ekki eins mikill bjáni og ég eiginlega hélt og reyndist vera mun skárri í flash þótt þetta hafi verið fyrsti tíminn sem ég mæti í. Það þýðir þó ekki að ég geti neitt af viti, hinsvegar hoppaði ég næstum hæð mína af gleði og skríkti einsog smástelpa þegar mér tókst að gera nokkrar senur og ramma með fínum breytanlegum tökkum og tókst að láta boltann og textann skoppa líka. Já það þarf lítið til að skemmta manni.

Þó er undarlegasta uppákoman og sú súrrealískasta tengd innflutningspartýinu hjá brynhildi. Mér til varnar þá ætla ég að troða því inn, að fyrir langt um löngu hafði verið áætlað stórt þemapartý hjá okkur stelpunum sama kvöld svo ég hafði sagst myndi koma við þarna í fyrri kantinum áður en ég færi yfir í það partý. Okkar partýi var svo slaufað með litlum fyrirvara og ákveðið að skella sér allar í housewarming stuðið. Fyrir algjöra tilviljun komum við björk við hjá brynhildi rétt áður en stemmingin átti að byrja til að sækja verðmæta hluti sem átti að geyma hjá mér. Á móti okkur tekur maður í beinagrindabúning og brjálað meiköpp og allar fjórar hæðirnar voru klæddar í svarta ruslapoka ásamt drungalegum skreytingum, veitingum og kertaljósum. Í hverju horni mættum við dimmum verum og snarlega rifjast upp fyrir mér formlega flotta boðskortið sem ég hafði fengið sent í emaili nokkrum vikum áður þar sem tilkynnt var after dark þema og búningaskylda.....

Hvað gera fjórar ungar dömur í kollegiherbergi þar sem lítið finnst af aukadóti? Improvise ofcourse. Rauðu laki sem átti hvort eð er ekkert eftir að nota snarlega breytt í skykkju með kraga úr pappa, klippt beint á mig standandi, heftað saman og límt með dobbleteipi. Ein kom með slatta af svörtum fötum (lítið um þau í mínum fórum....) hárið túberað og spreyað í allar áttir, hvítpúðrað, ólýsanlegt meiköppmagn og málaðir blóðtaumar með varalitablýant. Tæplega tveimur tímum síðar klikkklökkuðu þrjár vampírur og drottning þeirra inn í drungalega húsið sem var yfirfullt af þeirra líkum. Vatnspípa á efstu hæð. Matarhlaðborð og heil hljómsveit á annarri, bar, fótbolti og slegist um singstar á neðstu. Gerviblóð og hárkollur, nornahattar og draugar. Óvæntasta og stærsta þemapartý sem ég hef nokkru sinni séð. Húrra til bofællesskapsins á landskronegade.

Plís SAS, hættiði þessu rugli með verkföllin. Nýjustu fregnir herma að þeir ætli að fresta verkfalli rétt yfir efterårsferien til að græða soldið á flakkandi dönum og henda sér svo í þetta. Hver á að sjálfsögðu miða frá kastrup í þeirri viku sem verkfallið er áætlað? Ég. Svindl.

By the way. Hefur einhver séð haustrútínuna? Ef einhver rekst á hana þá er ég að leita mér að slíkri. Bara litlum skammti jafnvel....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

are jú kidding? Er þetta miðinn til Vínar sem er í bráðri lífshættu?? Ég vona að þú hafir keypt ferðatryggingu...??

11:48 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

Nei nei auðvitað ákvað ég að spara þann auka þúsara... þó held ég í vonina því mér minnir að það hafi enn verið hakað við verkfallstryggingu (sem var ódýrari sko..) Býður einhver annar en SAS uppá sérstaka verkfallstryggingu? þetta er rugl.

6:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com