Hosted by Putfile.com





og meiri heimsók

Ég rakst á dálítið ólýsanlega sniðugt í dag. Magic cube. Bunki af nýrri tegund póst-it í öllum regnbogans litum. (bókstaflega... ss sjö litir, sem annars er ein af ástæðunum fyrir að kandinski fannst sjálfsagt að tengja liti við tónstiga og tónlist því þar eru sjö nótur og með bæði tónum og litum hægt að blanda saman allan skalann af tilfinningum og þarmeð allan heiminn)

En þetta er betra en post it því nú get ég td haft alla minnismiða sem koma skólanum við appelsínugula, allt gestatengt blátt og allt partýtengt grænt og svo framvegis. Ég ætla líka að skrifa öll helvítis nýju pin númerin á svona svo ég týni þeim ekki. Þetta er álag sko, nýtt símakort, aðgangur að nýjum emailum, undervisningsportalen, staðreyndin að loksins þegar ég fékk nýtt pin nr fyrir atla týndi ég því næstum um leið við tiltekt í töskunni. Já það má alltaf bæta skipulagið.

Október er formlega fullbókaður uppá dag af straumi fólks og sjálfrar mín í önnur lönd frá og með morgundeginum þegar litla systir ákvað í skyndiákvörðun að koma til köben yfir helgina þar sem íslenskir menntaskólar hafa víst tekið upp haustfrí líka. Það verður gaman að sýna henni heiminn minn. Ég fíla í botn að vera upptekin en einhverstaðar heyrist ómur af ve röddu djúpt undir niðri sem segir, er þetta mastersnám?

Ég sussa bara á hana og segi henni að þetta komi allt með kalda vatninu að venju og vanda.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

æ svo gaman ad mæta i vinnu, komast loks a netid og lesa helling af nyjum færslum!! gaman gaman og afram Asta!!!

6:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com