Hosted by Putfile.com





tómartöskur

Nærri miðnætti. Nýkomin heim með nefrennsli og flugfreyjutösku í láni. Fötin fæst ofaní töskunni því þau eru blaut á snúru. Þurrkarainneignin nefnilega kláraðist og gallabuxur eiga það til að vera lengur en hálfan dag að þorna. Ætli ég standi klukkan sex með hárblásarann að þurrka fötin?

Það var hráslagalegt í dag. Hálfgerður næðingur og grámyglulegt úti fyrir. Sveitt og skjálfandi undir sænginni. Verkefnið kláraðist ekki sjálfkrafa þó norton sé annars ágætur og uppáþrengjandi nákvæmur við að skoða allt sem hægt er innan í berta og á netsíðum. Rauðvín í glasi til að mýkja hálsinn, skerpa á þreytunni í bland við dauft deyfandi hálsbólgutöflur og bólgueyðandi. Söknuður í maga yfir brottför dagsins og tómlegheitum herbergisins. Þó sem betur fer niðurbældur af tillhlökkun yfir að hitta gebbið og týnast í vín (ég á allavega ekkert kort ennþá einsog auður sagði mér að fá mér...) Ég er þó með niðurskrifuð heimilisföng og lestarstöðvar svo ég komi mér á réttan stað.

Jæja einhver svefn er vist nauðsynlegur þótt hávaðarok og byljandi rigningin á glugganum sé hávaðasamur kór. Minnir soldið á tjaldsvefn...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com