Hosted by Putfile.com





wunderbar

Stíflað nef. Lítið sem ég vissi hvaða áhrif það hefur í stressi. Ennfremur lítið gerði ég mér grein fyrir hvað það væri lítið gaman að fljúga með stíflað nef. Flugferðir eru svipaðar svosem, þessi var líka stutt og laggóð, en þrýstingurinn í eyrunum þegar maður getur ekki blásið útí eyrun er skelfilegur. Gaurinn hliðiná mér hlítur að hafa haft áhyggjur af gellunni sem kreisti aftur augun, klemmdi saman nefið með fingrunum og rembdist einsog rjúpan við staurinn að láta loftið ná að poppa hljóðhimnunum út. Það er eitthvað disturbing við það þegar flugmennirnir lýsa því yfir fyrir boarding að vegna gríííðarlegs roks þá sé útirlokað að koma matarbílum að vélinni??? svo það yrði bara ekkert matarkyns í boði..

Þó ég hafi næstum misst af fluginu sökum langra raða á kastrup þá var leigubílstjórinn indæll, lagði mér lífsreglurnar furðaði sig á að ég væri á leið í útlönd ef ég væri í námi, velti fyrir sér hvað ég gæti raunverulega unnið að þessu námi loknu, gaf mér karmellubrjóstsykur sem hann geymdi fyrir börnin (en sagði mér með glotti að ég væri samt stórt barn) hlýddi mér yfir um fjölskyldu og ættmennim, óskað mér góðrar ferðar og hélt yfir mér fyrirlestur um að passa mig, fara varlega og ekki eyða og miklu. Síðan hló hann hátt og hélt áfram á sinni mjög bjöguðu dönsku að fyrst foreldrar mínir væru í öðru landi, þá væri hann að vera foreldralegur við mig fyrir þau. Krúttlegur kall.

En Vín. Hvernig byrjar maður á að lýsa vín. Fyrsta daginn var ég hundlasin en þegar það er næstum tuttugu stiga hiti, sólarglæta og gullfallegar götur þá brosir maður. Á einhvern heimilislegan og sveitalegan hátt þá lyktuðu margir partar miðbæarins af hesthúsi, enda laaaangar raðir af hestvögnum með fagurlega skreyttum hestum útum allt. Einsog að hoppa hundrað ár aftur í tímann þar sem leigubílaraðirnar voru hestar...

Síðan götulistamenn, kurteisir austuríkjamenn sem segja stöðugt takk elskan. Ég veit að danke schön og bitte schön er bara orðatiltæki en einhvernveginn hrekk ég stöðugt við og finnst þeir óvenjulega elskulegir útum allt hihi. Í morgun fórum við svo á riiiisa markað. Sérstaklega er þetta vín og matarmarkaður, flæðandi í ostum, fylltum chilli, kjöti og kryddum og sætindum, víni, sturm og öööölllu þar á milli. En á laugardögum er lika flóamarkaður þar sem leyndist ýmislegt. Drasl og fallegir hlutir í bland, gamall karl með stóran grammófón, rauðvínsglas og vindil. Fallegasta rauða bollastell með hvítum blómum sem ég hef séð en tímdi ekki að kaupa, hvítur mjúkur refur sem gerður vildi gjarnan knúsa og vefja um hálsin enda telst það mjög töff, drasl og flóð, plötur og gömul sendibréf, gamlir inniskór, sólgleraugu, listaverk og skartgripir allt í belg og biðu.

Þegar sólin skein ákváðum við að það yrði að grípa daginn áður en kuldinn færðist yfir (einsog spáin sagði) og lögðum í smávægilega langferð með pinkla og poka, osta og álegg. Ferðinni var heitið upp í vínekrurnar í hæðunum yfir vín þar sem vínbóndarnir reka smástaði sem selja sturm (ferskt nýtt vín, ss ekki eins langgerjað, meira einsog djús með aldinkjöti en þó áfengt, ég rétt náði í lok tímabilsins af algjörri heppni) Til að komast þangað tekur maður urban, tram og labbar svo í góóoóóóðan tíma upp snarbrattan veg, slóða, stíg sem reyndi ákaflega á en í undurfallegu umhverfi. Þegar upp er komið, löðursveittur, rauður, þyrstur og að pissa í buxurnar reynast báðir aðalstaðir lokaðir þó engin sjáanlega ástæða finnist.

Við töltum fram og tilbaka, grétum næstum úr ergelsi þorsta og vínlöngun en spurðum loks konu á röltinu sem benti okkur í óvænta átt þar sem við töltum niður hæðina í aðra átt, snarbratt án merkispjalda og mættum fullt af lokuðum hliðum og lööööngu búnar að gefa upp nokkra von duttum við niður á stað. Skærgul lauf, eldrauðir runnar, grænt gras, lítið hús, brött brekka en einskonar verönd með hliði og fullt af borðum þar sem útsýnið var uppí brekkur og yfir dalinn og dóná, allt í stóórkostlegum haustlitum, ódýrt vín, ódýrt brauð með allskonar áleggi og smurostum og fleira á disk. Það fór að dimma og við sátum með sturmið, svo ánægðar með sveittan leiðarenda, útsýnið, ljósin sem byrjuðu að lýsa þegar fór að dimma, að sjaldan hefur verið svo gott móment. Óvænt ánægja er besta ánægjan.

Jájá þó við villtumst aðeins á leiðinni í svartamyrki niður af hæðinni, í ókunnugt þorp, allar leiðir enda í miðbænum svo allt fór vel. Amerískur kokteilbar varð fyrir valinu, góðir barþjonar sem kunna að blanda, ogguponsulítill art deco staður víst... en eftir alla mojitoana lá leiðin á salsacubverskan stað þar sem við sötruðum og dönsuðu svo einsog aldrei fyrr. Salsasjeikin it á stóru dansgólfi, allir svitna allir hrista allir elta taktinn. En klukkan fór að verða seint og enginn gat meir. Við getum hrisst en hversu góðar við erum er aukaatriði. Held ég þurfi að drífa mig í magadans með stelpunum í köben, það er svo kómískur dans, must learn it.

augnlokin lokast. Heils sólarhringstörn af aktivited. Á morgun er dinner og óperan. Hvorug okkar þekkir óperur en Carmen er víst samt stórkostleg og ég hlakka mikið til að sjá þetta í frægu húsi einsog þessu. Síðan er annar staður, frægur fyrir djamm, forna listamenn sem hengu þar og gáfu myndirnr sínar, en á miðnætti baka þeir sætabrauð með vanillueinhverju svo við verðum að tékka á þvi líka...

Núna svefn. Morgun, Margt. Síðar fleira og myndir. Alles bist wunderbar und sehr schön.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com