aukinn lærdómur = aukið blogg
Greinilega eins með Freud einsog finnana, ég þarf að mæta þeim og takast á við fordóma mína af alefli. Ég held að hver einasta bók sem ég hef leigt. ljósritað eða lesið í undanfarna daga vitni í freud svo síkóalalísa á greinilega vel við sjónmenningu.
Þar sem ég sit og skrifa fyrirlestur um ósýnilega stjórnun sem afleiðingar þess að vita af hugsanlegu eða stöðugu eftirliti tékkaði ég á hverjir hefðu gúgglað mig, datt í hug að setja svoleiðis með í slide sjó, þar sem ekki allir vita leyndardóma upplýsingarinnar á internetinu. Ég tók hinsvegar bakföll af hlátri þegar ég sá að í morgun gúgglaði einhver í Lazio héraði (ss nálægt róm) eftirfarandi ; asta italskur kærasti og fékk upp síðuna mína. Eðlilega þar sem nafnið og italia kemur ansi oft upp en eitthvað minna um þesslenska kærasta. Ég þekki engan í lazio né er ég eina ástan sem hefur búið á ítalíu en mér fannst þetta samt fyndið.
Og meðan ég skrifa um persónulegar heimasíður sem heterótópísk svæði í raunveruleikanum og hugsanlegar ástæður fyrir vinsældum þeirra tek ég mér svo pásu til að blogga.
Skyndileg ofmeðvitund svo ég held ég slökkvi á netinu núna.
ps. ég hef ekkert á móti finnum, eiginlega þvert á móti. Nema þegar þeir ferðast í hópum og ég þarf að gefa þeim morgunmat í lok tólftímavaktar þar sem þeir mæta alltof snemma og éta einsog það sé enginn morgundagur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home