fáránlegur freud
Eftir að hafa setið heilan morgun og lesið aftur yfir greinarnar fyrir tímann í dag um "the female spectator" í hinum ýmsasta og ólíklegasta samhengi fékk ég skyndilega fyrri bloggpóst endurlífgaðan fyrir augum mér og glotti með sjálfri mér að pólítískum óréttleika hans. Fann hjá mér þörf til að tilkynna að ég haldi ekki í alvöru að táraflóð felist í genum né ennsíður að það sé eitthvað sérstaklega kvenlegt eðli. Nenni þó ekki að falla í gryfju undarlegra réttlætinga. En ég er komin með overload á freud í dag og nenni ómögulega að velta fyrir mér meira falinni fallusþrá og geldingarótta. Þessi setning hans úr textanum sem á að koma úr fyrirlestri hans ´femininity´ - "To those of you who are women this will not apply - you are yourselves the problem.." útskýrir í sjálfu sér af hverju það er endalaust hægt að nota hann til að ergja sig á undarlega fornri karlasýn. Hann bjó til heilt kerfi og tróð svo konum inn í það eftir á, svona einsog biblíusagan skapaði mann og reif svo úr honum rifbein. Hvað sem einföldunum á stórum hugmyndum líður þá sagði hann margt kjaftæðið.
Iss frekar ætla ég á bókasafn að finna skemmtilegar bækur.
ó mæ god hvað mig langar í íbúðina á norre sogade. Hún er á fullkomnum stað, hljómar fullkomlega og á fullkomnu verði. Sem þýðir að hún HLÝTUR bara að vera skáldskapur en það má samt láta sig dreyma.
6 Comments:
Ég var gerð útlæg af skrifstofunni í dag. Fyrir einhvern misskilning þá héldu vinir mínir þar að ég myndi vera veik bara alla vikuna af því að ég mætti ekki í gær og voru búin að ráðstafa vinnusvæðinu mínu. Þannig að ég sit núna heima með labba og þykist vera að vinna. Nei í alvöru, ég er að vinna! Allavega, er með malt og appelsín í dós og Apple Pie Cookies sem einhverra hluta minnir mig ósegjanlega mikið á þig. Held þetta séu einhverjar leyfar að Sommerfield ferðum og heimsóknum í Gripið og Greitt þar alltaf varð að smakka allt nýtt og spennandi. Hvað var það aftur, Rolo jógúrt?
Þess má til gamans geta ad ordid hystería kemur frá orðinu hyster sem þýðir leg því það er augljóslega aðeins í eðli kvenna að vera hysterískar
Ekki nóg með að nafnið sé dregið af þessu, heldur var talið að sjúkdómurinn ætti uppruna sinn þar líka. Meðal þekktra læknisviðbragða við „sjúkdómnum“ voru meðal annars kynfæranudd, sem náði hámarki í „hysterísku flogakasti“, sem er í dag þekkt undir nafninu fullnæging.
Annars var það læknir sem nennti ekki að nudda sem fann upp titrarann.
UKK HALLUR UKK
allavega já Fraud er gamall karlfauskur , og fattar ekki að það erum við konurnar sem búum til allt mannkyn , ekki hann né aðrir af hans kyni.
vona að þú fáir flotta íbúð svo ég geti komið í heimsókn og krashað í stofunni:) :) :) annars erum við gebba eitthvað að spá í að koma í heimsókn bráðum.. hvernig líst þér á það?? (þ.e. eftir áramót)
es fannst bara viðeigandi að koma með jafn fáránlega hugsun varðandi þetta, til þess að undirstrika þröngsýni karlægs heims frá örófi alda. ;) nei en þó, berum við allt mannkyn undir belti. Þeir ættu nú að reyna meta það og fá nettan geldingarótta í leiðinni. hahahahahahahah
mmmm ég elska útlenskar búðir og óvænta hluti sem seljast þar. Reyndar minnir mig að rólójógúrtið hafið verið ógeðslegt... en sommerfields var einsog ævintýraland af undarlegum og skærlitum mat... vá magnið af rotvarnarefnum.
en jeeeeiii ég hlakka til að fá jólaöl. Og í dós. Fullkomið með öllum mat og þynnkubani.
En freud er nógu bilaður til að það sé hægt að hlæja að honum og þessu tímabili öllu. Hysteria, sérhannaður kvennasjúkdómur ófullnægðra kvenna? jeremías þetta samfélag.
Eftir að hafa viðað að mér áhugaverðum bókum sé ég samt að ef ég ætla lengra í þessu námi þá verð ég eitthvað að fyrirgefa honum fyrst aaaaallir vilja endilega vitna í hann.
Og um leið og íbúðin er komin megið þið sko crasha í stofunni hjá okkur, svo kross your fingers fyrir góða íbúð!!
Skrifa ummæli
<< Home