Hosted by Putfile.com





Í götu rétt við amalíuborg, þar sem kóngafólkið býr og fyrir utan eru bláklæddir varðmenn með stóra loðna hatta standa gráir fyrir járnum með vélbyssur en mega þó brosa og blikka gangandi vegfarendur og gleðjast bara við að stilla sér upp í myndatökur, var líka indverskur markaður í einkaíbúð á fjórðu hæð í venjulegu húsi. Þar uppi hengdi fólk af sér yfirhafnir og lagði töskur tilhliðar en fékk hvíta poka og slóst í hóp fólks sem smokraði sér um þrengslin þar sem hafði verið dreift allskonar glitrandi smádóti, jólaskrauti, klútum og klæðum, marglitum koddaverum og sængurábreiðum, indverskum mussum, glimmerbókum, gamaldags skærum, silfruðum matarbökkum og glösum og töskum.

Við borð í stofunni var kona með riðgaðann stálkassa og seldi skartgripi og tók við seðlum. Hinumegin sat eldri maður í hvítum fötum, í vesti og með túrban á stól með gamaldags reiknivél og fór yfir innihald í hvítum pokum og vafði því í dagblöð og gaf upp verðið. Innámilli hlupu lítil börn af ýmsum uppruna og lék sér á milli fótanna og innan um þennan ævintýraheim af marglitu dóti. Ég skemmti mér jafnvel við að skoða dótið í hillunum þar sem var stillt bréfmiða þar sem stóð prívat eigur. Bókahillan sömuleiðis stórmerkileg.

Það var voðalega gaman að dandalast með mömmu og pabba, náðum ýmsu allt frá bæjarrölti og smá mollsjoppi yfir í indverskan mat og stórfenglega endurreisnartónleika í holmens kirke. Fjörtíu manna kór tók lög allt frá tólfradda yfir í fjörtíuraddað lag, jamm hver manneskja með sína eigin laglínu og áhrifin voru mögnuð. Meira segja pabbi hélt sér glaðvakandi og fannst þetta gríðarlega áhrifaríkt.

Þau fóru svo í vinnujulefrokost sama kvöld og ég mallaði risalamand með norskri stúlku af hæðinni og skemmtum okkur mjög hér á kolleginu. Alveg hið fínasta fólk hérna og fínn heimaeldaður matur og fyndnir leikir í bland við schnaps. Ég mætti með ópalskot og hellti á línuna og vakti það líka lukku.

Vika í verkefnaskil og fyrirlestur. Þrír dagar í fimmtu hallsheimsókn. sautján dagar í að ég fljúgi til íslands. minna en mánuður í jól. Eitt orð. Hvernig?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com